Upplýsingar

KAUPENDUR / SELJENDUR

Ábendingar til kaupenda fasteigna:

Þinglýsing kaupsamnings og afsals:


Skv. ákvæðum kaupsamnings ber að þinglýsa kaupsamningi strax. Fasteignasalan Gimli tekur að sér að þinglýsa öllum skjölum fyrir aðila kaupsamnings.

Margt þarf athuga við sölu á fasteign.

Yfirlýsing húsfélags:

Munið að koma með yfirlýsingu húsfélags undirritaða af formanni/gjaldkera húsfélagsins. Eyðublaðið fæst hjá fasteignasölunni ef sölumaður hefur ekki þegar afhent það við skoðun eignarinnar. Einnig er hægt að nálgast það með því að smella hér fyrir neðan. Sé um að ræða að húsfélagið standi í framkvæmdum eða að ákveðið hafi verið að fara í framkvæmdir, sem eftir á að greiða fyrir, þarf að útlista það á eyðublaðinu.

Yfirlýsing Húsfélags - smellið hér

Fasteignagjöld, afborganir lána og vextir:

Mundu að greiða ógreidd fasteignagjöld og lán sem komin eru á gjalddaga.
Skv. lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 greiðir seljandi af yfirteknum lánum til afhendingardags og á þeim degi eru lánin framreiknuð m.v. vísitölu. Vegna þessa breytist lokagreiðsla kaupanda ef um yfirtekin lán er að ræða og uppgjör v. vaxta/fasteignagjalda og brunatryggingariðgjald fer fram við afsal. Lánastofnanir eiga því að miða skiptin við afhendingardag og senda seljanda greiðsluseðla á gjalddaga fyrir afhendingu, (þar með talið gjalddaga sem er á afhendingardegi) en kaupanda eftir afhendingu.

Aflýsing lána:

Mundu að gefa þér góðan tíma til aflýsingar lána.
Þegar þú greiðir lán upp skaltu fá frumrit bréfsins afhent hjá bankanum og fara sjálf(ur) með það í aflýsingu hjá viðkomandi sýslumannsembætti.
Þetta er nauðsynlegt vegna þess að bankar safna þessu saman og senda í aflýsingu síðar. Ef áhvílandi lán eru greidd upp með andvirði nýrra lána sem tekin eru vegna sölu eignarinnar, fylgir fasteignasalan aflýsingu uppgreiddra lána eftir.

Veðleyfi:

Venja er í fasteignaviðskiptum að veita veðleyfi fyrir allt að 85% af þeirri upphæð, sem kaupandi hefur greitt.
Ekki er rétt fyrir þig að undirrita veðleyfi áður en samningur er gerður.
 Öll skjöl sem tengjast sölu eignarinnar og greiðslu kaupverðs eiga að fara í gegnum fasteignasöluna.

Annað:

Við viljum eindregið hvetja seljendur til að upplýsa kaupanda um allt er skipt gæti hann máli, er hann myndar sér skoðun um tiltekna eign. Er þar átt m.a. við ástand eignarinnar.

Getur þetta sparað mikil óþægindi síðar meir.

Svk. lögum er ennfremur minnt á að minniháttar gallar teljast ekki gallar í fasteignaviðskiptum. Ennfremur eiga kröfur kaupanda að miða við aldur og ástand eignarinnar. Þannig eru kröfurnar meiri til nýrri eigna en eldri eigna.