Gimli fasteignasala Vefsíða logo
Skráð 6. júlí 2025
Söluyfirlit

Dalabyggð 31

SumarhúsSuðurland/Flúðir-846
110 m2
3 Herb.
3 Svefnh.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
22.000.000 kr.
Mynd af Ólafur Björn Blöndal
Ólafur Björn Blöndal
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali
Byggt 2023
Sameiginlegur
Fasteignanúmer
2343111
Húsgerð
Sumarhús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Inngangur
Sameiginlegur
Byggingarstig
4 - Fokheld bygging
Matsstig
4 - Fokheld bygging
***EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI***

Gimli fasteignasala , Ólafur og Lilja, löggiltir fasteignasalar kynna:

FLÚÐASVÆÐIÐ - HRUNAMANNAHREPPI - " GULLNI HREPPURINN"


DALABYGGÐ 31 - NÝTT FRÍSTUNDA/HEILSÁRSHÚS ÁSAMT GESTAHÚSI, ALLS 110 FM.
Sérlega glæsilegt sumarhús rétt utan við flúðir, ca. 6,0 km í átt að Hruna. Gróinn og fallegur skjólgóður staður. 
Húsin eru tilbúin til afhendingar fullbúin að utan og vel rúmlega tilbúin til innréttinga. 
Aðalhúsið er 90,0 fm ásamt 20,0 fm gestahúsi. 
Lóðin er 3,500 fm leigulóð með hitaveitutengingu. Að sögn eigenda er forkaupsréttur er að lóðinni. 
Fullbúin ca. 120 fm verönd í kringum húsið
Klæðningar utan eru litað stál frá Stjörnublikk. 


NÁNARI LÝSING:
Forstofa. 
Hol, miðja hússins þaðan sem gengið er allar vistarverur. 
Tvö rúmgóð herbergi. 
Mjög rúmgott baðherbergi, gert ráð fyrir sturtu, kominn innbyggður salerniskassi og tenging fyrir handklæðaofni. 
Hurð út á stóra verönd þar sem allar tengingar eru til staðar fyrir heitan pott. 
Rúmgóð stofa með hurð út á verönd/ lóðina til suðvesturs. 
Eldhús er við hlið stofu. 
Mikil lofthæð er í húsinu. Steypt plata með frágengnum hitalögnum. Inntakskassi frágenginn. Rotþró tengd og frágenginl. Loft hússins klædd. Allir innveggir komnir með tvöföldu gipsi. Rafmagnstafla frágengin svo og allt rafmagn ídregið með rofum og tenglum. 
Gestahúsið er fullbúið að utan og tilbúið til innréttinga. Alrými, gert ráð fyrir eldhúsi. Baðherbergi afstúkað og salerniskassi frágenginn innbyggður ásamt tengingu fyrir hanklæðaofn. 

Frábær staðsetning í þessari náttúruperlu. Stutt í verslun og þjónustu á Flúðum svo sem sund, golf, veitingastaði eða afþreyingu sem víða má finna á svæðinu ásamt frábærum gönguleiðum og útivistarsvæðum.

Nánari upplýsingar veita Ólafur Björn Blöndal Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali, í síma milli  kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga. s. 6900 811,  tölvup. olafur@gimli.is og Lilja Hrafnberg Lögg.fasteignasali/viðskiptafr. s.820 6511, tölvupóstur lilja@gimli.is

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnaði því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 
20 m2
Fasteignanúmer
2343111
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
1 - Samþykkt

Sambærilegar eignir

Opna eign
Image
Opna eign
Koðrabúðir 14
806 Selfoss
94.4 m2
Sumarhús
413
710 þ.kr./m2
67.000.000 kr.
© Copyright 2025 - Gimli fasteignasala Vefsíða
Knúið af
Fasteignaleitin