Gimli fasteignasala Vefsíða logo
Skráð 23. júlí 2025
Söluyfirlit

Áskot B

Jörð/LóðSuðurland/Hella-851
861000 m2
Verð
78.000.000 kr.
Fermetraverð
91 kr./m2
Fasteignamat
1.710.000 kr.
Sameiginlegur
Fasteignanúmer
2510037
Húsgerð
Jörð/Lóð
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
0 - Úthlutað
Gimli fasteignasala og Elín Urður Hrafnberg kynna:  Jörðina Áskot B í Ásahreppi.

Um er að ræða jörð sem er 86,1 hektari að stærð þar af 11 hektara tún skv. skráningu HMS.
Landið er afgirt með rafmagnsgirðingum og er það blandað af túnum og góðum grösugum högum. Fallegt útsýni er frá jörðinni ásamt fallegu landslagi þar sem vesturhluti landsins afmarkast af á.
Góðir möguleikar til bygginga á jörðinni sem er með lögbýlisrétt. Engar byggingar eru á jörðinni.
Einnig er veiðiréttur í Steinlæk.
Meirihluti girðinga eru nýlegar. Búið er að gera fjögur hólf sem eru með brynningarskálum sem eru nothæfar frá vori til hausts.
Rafmagn, heitt og kalt vatn ásamt ljósleiðara eru við lóðarmörk.
Einstaklega grasgefið og gott land. 

Frábær jörð á einstaklega góðum stað á Suðurlandi ca 30 mín frá Selfossi með miklum möguleikum.


Nánari upplýsingar veitir: Elín Urður Hrafnberg Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, tölvupóstur elin@gimli.is eða gimli@gimli.is

Gimli fasteignasala hefur stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti á fimmta áratug og er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð árið 1982. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki, traust og góð þjónusta. Gimli, gerir betur...
Gimli er staðsett á 2. hæð á Grensásvegi 13, 108 Reykjavík og á 2. hæð á Eyravegi 29, Selfoss.
Opnunartími frá kl. 10 -16 alla vikra daga, sími: 570 4800, tölvupóstur: gimli@gimli.is
Heimasíða Gimli fasteignasölu

Gimli á Facebook

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
110000 m2
Fasteignanúmer
2510037
Húsmat
2.070.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
0 - Úthlutað
© Copyright 2025 - Gimli fasteignasala Vefsíða
Knúið af
Fasteignaleitin