Gimli fasteignasala kynnir:
Nýtt parhús á einni hæð, vesturendi, með 32,3 fm
innbyggðum bílskúr, samtals
155,4 fm, í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Húsið er timburhús, klætt með álbáru og stendur á steyptri plötu, gólfhiti. Í húsinu eru
þrjú svefnherbergi, samliggjandi stofa og eldhús, með gólfsíðum gluggum, baðherbergi, gestasalerni, forstofa og þvottahús auk bílskúrs.
Húsinu verður skilað fullbúnu að utan og innan, grófjöfnuð lóð og jarðvegsskipt bílaplan. Byggingaraðili er Lhverk ehf
Háimelur er í Melahverfi, ört vaxandi byggðarkjarna í Hvalfjarðarsveit
Heimasíða sveitarfélagsins, 10 mín. akstur til Akranes og 40 mín. til Reykjavíkur. Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit
Lífið í Hvalfjarðarsveit er eitt stöndugasta sveitarfélag landsins. Boðið er m.a. uppá gjaldfrían leikskóla, sem er í hverfinu, í 5 klst. á dag, frá klukkan 9-14. Skólabíll ekur grunnskóla börnum í Heiðarskóla. Þá er 25% afsláttur af fæðiskostnaði í grunnskóla auk þess sem veittur er 70 þús. kr. frístundastyrkur til barna, upp að 18 ára aldri.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til
[email protected] Nánari lýsing.Komið er inn í rúmgóða, flísalagða forstofu með stórum fataskápum. Beint á móti útihurð er gestasalernið, þar sem er flísalagt gólf, vegghengt salerni og vaskainnrétting. Úr forstofu er komið inn í sameiginlegt rými eldhúss og stofu þar sem eru gólfsíðir gluggar og rennihurð þar sem gengt er út í garðinn vestan megin við húsið. Hvít eldhúsinnrétting og tengi fyrir uppþvottavél. Á svefnherbergisgangi eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, öll með skápum, auk baðherbergis með vegghengdu salerni, "walk in" sturtu, flísar á gólfi og sturtuvegg. Úr baðherbergi er gengt út í bakgarðinn þar sem eru öll tengi fyrir heitan pott. Þvottahús, með stórri innréttingu, skolvaski ásamt tengi fyrir þvottavél, tengir íbúðarrýmið við bílskúrinn. Í bílskúr er rafmagnshurðaropnun, epoxy málað gólf og þar eru vatnsinntök, rafmagnstafla og stýring fyrir gólhita hússins.
Allar innréttingar í eldhúsi, baðherbergjum og þvottahúsi ásamt tækjum í eldhúsi eru frá IKEA, blöndunartæki frá Grohe, flísar og parket frá Álfaborg. Gólfhiti er í öllu húsinu.
ÚR SKILALÝSINGUFrágangur lóðar.Grafið er niður á fastan jarðveg fyrir húsi og bílastæðum. Malarfylling verður sett í bílastæði. Einnig er malarfylling ca 2,0 metra út frá sökklum allan hringinn. Lóð skilast grófjöfnuð.
Útveggir.Útveggir eru úr styrkleikaflokkaðri furu T1 45x145mm. Vindstífing og vindþétting er gerð með krossviðsplötum. Útveggir eru klæddir báruáli sem klætt er á lóðréttar timburlektur. Lítill hluti útveggja við aðalinngang er klæddur harðvið.
Þak og loft.Þak hússins er kalt þak byggt með kraftsperrum. Þak er klætt með báruðu aluzinki litur dökk grár RAL 7011 . Undir þakstáli er þakpappi og borðaklæðning. Þakkantar eru klæddir að framanverðu með sléttu áli og undir með hvítmáluðu bandsöguðu timbri. Þakrennur eru settar utan á þakkant. Þakrennur og niðurföll eru úr áli í dökkgráum lit. Loftunarrör Ø40 mm með neti er komið fyrir í vindlokum þakkants í samræmi við byggingarreglugerð.
Gluggar og útihurðir.Gluggar og útihurðir eru álklæddir trégluggar og -hurðir. Gler í gluggum og útihurðum er slétt, glært a.m.k. K-gler. Litur glugga og útihurða er hvítur að utan og innan RAL 9010,
Fráveitulagnir.Allar fráveitulagnir í jörðu umhverfis húsið og undir botnplötu eru tengdar veitukerfi. Gert er ráð fyrir að hægt sé að tengja affall frá heitum potti inn á regnvatnslögn.
Snjóbræðslulagnir.Úr bílskúr eru lögð ídráttarrör sem liggja frá tengigrind út úr húsi við bílgeymsluhurð.
Raf- og lágspennulagnir.Öll ídráttarrör fyrir heimtaug rafmagn og ljósleiðara eru lögð að rafmagnstöflu. Heimtaug tengd í rafmagnstöflu. Einnig eru lögð ídráttarrör í þakkant fyrir lýsingu. Allar lagnaleiðir fyrir rafmagn, dósir og tengidósir eru uppsettar, vinnulýsing er í hverju rými en annað ekki ídregið.
Neysluvatnslagnir.Allar neysluvatnslagnir eru fullfrágengnar að tengistútum, heitt vatn er lagt ofan á einangrun í gólfplötu en kalt undir einagrun. Lagt er frá tengigrind að hverjum tengistút, skv. teikningum lagnahönnuðar. Búnaður við tengigrind er fullbúinn, s.s. dreifikista og lokar. Útikrani er uppsettur á útvegg. Önnur hreinlætistæki eru ekki innifalin. Ídráttarrör verður lagt að væntanlegum heitum potti frá tengigrind.
Gólfhitalagnir.Allar gólfhitalagnir eru lagðar í steypta gólfplötuna og tengdar. Lagt er fyrir hitaskynjurum í hverju rými skv. teikningu en þeir fylgja ekki. Stýrbúnaður fyrir gólfhita fylgir ekki.
Opinber gjöld:Kaupandi greiðir skipulagsgjald sem er 0,3% af brunabótamati.
Sendið póst á
[email protected] til að fá ítarlegri skilalýsingu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.