Jakasel 9, 109 Reykjavík
117.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
7 herb.
218 m2
117.900.000
Stofur
3
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1984
Brunabótamat
80.250.000
Fasteignamat
84.850.000
Opið hús: 26. september 2022 kl. 17:00 til 17:30.

Eignin verður sýnd mánudaginn 26. september 2022 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.

Gimli fasteignasala kynnir: Fallegt og vel skipulagt 183,8 fm einbýlishús úr timbri og múrsteinsklætt, á tveimur hæðum, ásamt 34,5 fm bílskúr, samtals 218,3 fm. Í húsinu í dag eru fjögur svefnherbergi, öll á efri hæð, en einfalt er að bæta við svefnherbergjum á neðri hæð. Á efri hæð er einnig baðherbergi, geymslur í risi og suður svalir. Allar innihurðir á efri hæð eru nýjar. Á neðri hæð eru stofur, eldhús, borðstofa, þvottahús og gestasalerni. Nýlegt vandað harðparket er á nær öllum gólfum, uppi og niðri. Bílskúrinn stendur sér og er með heitu og köldu vatni, góðum gluggum, auka hurð og býður því uppá ýmsa möguleika. Gróinn garður umlykur húsið, hluti hans er alveg afgirtur. Hiti er í bílaplani, gangstétt og tröppum niður að húsinu.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, eða með tölvupósti til [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Neðri hæð; Er 109,8 fm.
Forstofa; Gengið inn í húsið að framanverðu og komið inn í mjög rúmgóða forstofur með fatahengi.
Stofur; Búið er að taka niður veggi á svefnherbergi til þess að stækka stofuna. Auðvelt að breyta til baka.
Eldhús; Stór hvít eldhúsinnrétting, svartir efri skápar á einum vegg, spansuðu helluborð. 
Borðstofa; Opið er á milli eldhúss og borðstofu og úr henni er hægt að ganga út á sólpallinn, vestan við húsið.
Þvottahús; Mjög rúmgott, málað gólf og hurð út í garðinn fyrir austan húsið, þar sem eru þvottasnúrur.
Gestasalerni; Innrétting með vask, skápur, opnanlegur gluggi, dökkar flísar á gólfi.
Stigi; Járnstigi með viðartröppum, liggur á milli hæða.

Efri hæð; Rishæð, er skráð 74 fm en er jafnstór neðri hæð að grunnfleti.  
Hjónaherbergi; Stórir fataskápar með speglahurðum, gengt úr herberginu út á svalir, sem eru undir þakskegginu og meðfram suður gafli hússins.
Svefn-/barnaherbergi; Eru þrjú í dag en eitt þeirra var áður sjónvarpshol, þar sem komið er upp stigann.
Baðherbergi; Sturtuklefi og baðkar, dúkur á gólfi og opnanlegir gluggar.

Bílskúr; Stendur sér og er 34,5 fm að stærð, með hellulögðu, upphituðu bílaplani fyrir framan. Á bakhlið eru tveir stórir gluggar og á hliðinni, sem snýr að húsinu, er gönguhurð. Heitt og kalt vatn. Gæti hentað vel til þess að breyta í íbúð.
Garður; Húsið stendur á 685 fm lóð og er garðurinn gróinn og umlykur húsið. Skjólveggir og pallar eru við vestur hlið húss og fyrir framan. Hluti garðsins er alveg afgirtur. Hiti er í gangstétt og tröppum niður að húsinu.
Skv, teikningum þá er húsið og bílskúrinn hvoru tveggja timburhús frá SG einingahúsum og klætt að utan með múrsteini.
Komið er að viðhaldi á hluta af tréverki hússins á framhlið hússins og þakkanti.
Mjög stutt er í matvöruverslun, leikskóla og útivistarsvæði á Vatnsenda. Þá er húsið við hliðina skíðabrekku, þar sem Reykjavíkurborg ætlar að gera Vetrargarð.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, eða með tölvupósti til [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.