Lyngheiði 10, 810 Hveragerði
92.900.000 Kr.
Fjölbýli
5 herb.
188 m2
92.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1982
Brunabótamat
76.250.000
Fasteignamat
78.650.000

-Einbýlishús innst í botnlanga, fjögur svefnherbergi, bílskur, suðurgarður og heitur pottur-

Gimli
fasteignasala kynnir í einkasölu: Lyngheiði 10 í Hveragerði
Um er að ræða 188,8 fm einbýlishús, þar af 48,8 fm bílskúr.
Að innan telur eignin forstofu, fjögur svefnherbergi, stofu, eldhús, sjónvarpshol, baðherbergi, gestasnyrting, þvottahús og bílskúr.
Virkilega góð staðsetning, gróinn garður og er eignin innsta hús í botnlanga miðsvæðis í Hveragerði.

Skipti á minni eign kemur til greina.

Áhugasamir geta bókað tíma fyrir skoðun hjá Jóni Steinari í síma 773-4557, eða á [email protected]

Nánari upplýsingar veita Jón Steinar Brynjarsson, Aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 773-4557, eða á [email protected], eða Elín Urður Hrafnberg, Löggiltur fasteigna- og skipasali, eða sendu fyrirspurn á [email protected]


NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Með flísum á gólfi og skáp.
Gestasnyrting: Er inn af forstofu, flísar á gólfi og veggjum og með glugga.
Eldhús: Með flísum á gólfi, eldri innréttingu og gluggum á tvo vegu.
Þvottahús: Er inn af eldhúsi, flísar á gólfi og með eldri innréttingu. Hleri upp á háaloft sem er nánst yfir öllu húsinu.
Stofa/borðstofa: Í sameiginlegu rými, með parketi á gólfi og útgengt út á suðurpall.
Sjónvarpshol: Með flísum á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, hornbaðkar með sturtu, innrétting með vaski og glugga.
Hjónaherbergi: Með parketi á gólfi og góðum skápum.
Herbergi #2: Með kork á gólfi.
Herbergi #3: Með kork á gólfi og nýlegum glugga.
Herbergi #4: Er inn af forstofu með parketi á gólfi.
Bílskúr: Mjög rúmgóður og bjartur með millilofti að hluta til, bílskúrshurðin með rafmagnsmótor og tvær inngangshurðar.
Garður: Suðurgarður með miklum gróðri, tveimur pöllum með hellulögn á milli og heitum pott. Möl í innkeyrslunni og hellulagt við inngang.

Þak og þakkanntur voru löguð árið 2021 ásamt því að skipt var um einn glugga á austurhlið hússins. Timbur var endurnýjað í klæðningum að hluta til á árunum 2020 og 2021.

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.