Úthagi 8 - auka íbúð , 800 Selfoss
74.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
5 herb.
157 m2
74.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1973
Brunabótamat
64.750.000
Fasteignamat
51.350.000

Gimli fasteignasala kynnir: Fimm herbergja einbýlishús í fallega grónu hverfi í vesturbæ Selfoss. Húsið er timburhús 119,8 fm ásamt aukaíbúð 37,6 fm.  

Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 7927576 eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Húsið er byggt 1973 úr lituðu timbri en aukaíbúð er byggð við 1983.

Komið er inn í flísalagða forstofu.
Úr forstofu er komið inn á gang þar sem þvottaaðstaða og baðherbergi eru á hægri hönd.
Á gangi eru þrjú rúmgóð svefnherbergi.
Af gangi er opið rými, borðstofa og eldhús með ljósri innréttingu, uppþvottavél ofni og gaseldavél.
Við enda gangs er annar inngangur og við hann fjórða herbergi eignarinnar.
Inn af gangi er stór og björt stofa.
Gengið er úr stofu í sólskála sem ekki er inni í fermetraskráningu eignarinnar. 

Aukaíbúð stendur sem viðbygging með sér inngangi og telur forstofu, alrými, herbergi og baðherbergi með sturtu, samtals 37,6 fm og er í útleigu.


Skipt hefur verið um alla ofna í eigninni auk þess sem þakrennur eru endurnýjaðar að hluta.

Niðurlag: Einbýli á góðum og grónum stað þar sem stutt er í skóla, leiksóla og alla helstu þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma milli  kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga. 7927576, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því 40 ára starfsafmæli á árinu 2022. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.