Norður-nýibær , 851 Hella
Tilboð
Lóð
20 herb.
1590 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
18
Baðherbergi
21
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
401.050.000
Fasteignamat
144.918.000

Gimli fasteignasala kynnir:

GOTT TÆKIFÆRI Í HÓTELREKSTRI MEÐ MIKLUM MÖGULEIKUM Á STÆKKUN OG AÐ BÆTA VIÐ ÝMIS KONAR AFÞREYINGU FYRIR FERÐAMENN. FALLEGT EINBÝLI, HESTHÚS OG REIÐSKEMMA O.FL. FYLGJA MEÐ Í KAUPUNUM. 

Hótel VOS í Þykkvabæ, ásamt íbúðarhúsi og fylgieignum. Hótelið sjálft er skráð 614,5 fm og eru í því 18 herbergi öll með sér baðherbergjum, móttaka, setustofa, matsalur, eldhús, snyrtingar og geymslur. Allt innbú fylgir. Sérinngangur er í öll herbergi og stendur gestum til boða afnot af heitum potti. Íbúðarhúsið er skráð 176 fm og stendur það á 0,87 ha lóð sem er sér skilgreind innan jarðarinnar. Hótelið stendur á 54,3 ha jörð, þar af eru í rækt 29,8 ha. Á jörðinni er möguleiki á að koma fyrir ýmiss konar afþreyingu sem gæti þjónað hótelgestum. Auk hótelsins og íbúðarhússins eru 3 aðrar byggingar, 288 fm hús, skráð skemma sem er nýtt sem reiðskemma, 149 fm hús, skráð garðávaxtageymsla og er innréttað sem hesthús og 363 fm hús, skráð garðávaxtageymsla, er nú í útleigu og nýtt undir verksmiðju (fylgir ekki). Samtals er húsakostur skráður 1.590,5 fm. Jörðinni fylgir nýtingarréttur að Holtamannaafréttum. Öll viðskiptasambönd fylgja. 

Frá Þykkvabæ er útsýni yfir allt Suðurlandsundirlendið og umlykjandi fjöll og fjallgarða. Margvíslegir afþreyingarmöguleikar eru í nágrenninu. Eigendur skoða skipti á íbúðarhúsnæði á Höfuðborgarsvæðinu. 

Heimasíða hótelsins: Hótel Vos. (hotelvos.is) Toppeinkunnir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum sbr. Tripadvisor, Booking.com o.fl.

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 659-4044 og/eða Elín Rósa Guðlaugsdóttir, í síma 773-7126 milli kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected] og/eða [email protected] Ársreikningur liggur fyrir og geta áhugasamir fengið að kynna sér hann á skrifstofu Gimli.

NÁNARI LÝSING:
Hótelið: er á einni hæð. Móttökurými með afgreiðsluborði og tveimur gestasnyrtingum, önnur með aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Lítil geymsla og vinnurými eru útfrá móttökunni. Setustofa liggur á milli móttöku og veitingasalar. Herbergin eru 18, öll með sérbaðherbergi, sjónvarpi, nettengingu og aðgangi að heitum potti. Sérinngangur er í öll herbergin. Veitingasalurinn er með leyfi fyrir 55 manns. Eldhúsið er stórt og vel tækjum búið. Útfrá því er starfsmannarými og nokkrar geymslur. Herbergin skiptast í 3 gerðir, standard sem eru 17 fm, superior sem eru 20 fm og fjölskylduherbergi sem eru 26 fm. Öll rúm eru 90 cm breið og gott hjólastólaaðgengi í fjölskylduherbergjum. Á gólfum herbergja er vinylparket. Stórt þvottahús er staðsett í herbergjaálmu og frá því er aðgengi að geymslulofti/lagnarými.
Íbúðarhúsið: er á einni hæð og er það mjög vel skipulagt. Komið er inn í anddyri. Innaf anddyri er forstofuherbergi. Úr anddyri er svo komið í hol sem í dag er nýtt sem borðstofa. Úr borðstofu er útgengt á stóran sólpall til suðurs, með heitum potti. Stór stofa er aðskilin frá borðstofu með arni. Eldhús er rúmgott með borðkrók og hvítri innréttingu og gaseldavél. Innaf eldhúsi er annars vegar búr og hins vegar gangur með útgangi og aðgengi að geymslu og þvottahúsi. Í svefnálmu eru 4 barnaherbergi auk hjónaherbergis og endurnýjað baðherbergi með WI-sturtu, vegghengdu salerni og eikarinnréttingu. Gler/gluggar eru endurnýjuð að hluta. Þak er yfirfarið og húsið er klætt að utan.
Reiðskemma: 288 fm, skráð á byggingarstigi 3. Ekki er g.r.f. rafmagni í þessari byggingu, íblandað malargólf, hentar vel fyrir hesta.
Hesthús: 149 fm. 8 stórar stíur. Geymsla fyrir reiðtygi og spæni. Úr hesthúsi er aðkoma að gerði og þaðan er gott aðgengi að reiðvelli.
Verksmiðja: 363 fm.3ja fasa rafmagn er í þessu húsi. Fyrir utaner lítill skúr, sem ekki er skráður í heildarfermetra. Rekstur og tæki í verksmiðju fylgja ekki.
Jörðin á hlutdeild í óskiptu svæði sem liggur frá jarðarmörkum að sjó (Gljáinn). Einnig fylgir hlutdeild í veiðifélagi Hólsár sem er í neðri hluta Rangár. Veiðifélagið á veiðihús við ána og vatnsréttindi vegna fiskeldis í Húsafelli.

Niðurlag: Frábært viðskiptatækifæri fyrir samhenta fjölskyldu eða mikil samlegð fyrir skyldan rekstur. Sjón er sögu ríkari.

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir Löggiltur fasteignasali, í síma milli kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga. 6594044, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.