Dalahraun 1, 810 Hveragerði
58.900.000 Kr.
Raðhús
3 herb.
101 m2
58.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2021
Brunabótamat
0
Fasteignamat
27.500.000

Gimli fasteignasala kynnir í einkasölu: Dalahraun 1 í Hveragerði.
Um er að ræða 3-4ra herbergja endaraðhús í byggingu í Kambalandi í Hveragerði. Húsið er timburhús klætt með gráu bárustáli. Húsið er samtals 101,4 fm samkvæmt skráningu Þjóðskrá Íslands. 
Samkvæmt teikningu skiptist húsið í forstofu, eldhús, stofu, 2-3 svefnherbergi, geymslu, baðherbergi og þvottahús.  
Virkilega góð staðsetning innst í botnlanga með suðurgarði og frábæru útsýni yfir Hveragerði og Ölfus. 
Afhent í águst-september 2022.

***Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun***


Húsið afhendist fullbúið að utan og innan án gólfefna nema í votrýmum þar verða flísar, lóð verður grófjöfnuð en búið verður að skipta um jarðveg í bílaplani og setja mulning. Forsteyptar sorptunnugeymslur fyrir þrjár tunnur og skilveggir á milli íbúða. Búið að leggja ídráttarrör út fyrir sökkul fyrir heitan pott í garði en á eftir að drag í það. Gólfhiti er fullfrágengin með nemum og stýringum.

Nánari upplýsingar veita Jón Steinar Brynjarsson, Aðstoðarmaður fasteignasala, í síma 773-4557, eða á [email protected], eða Elín Urður Hrafnberg, Löggiltur fasteigna- og skipasali, eða sendu fyrirspurn á [email protected]


NÁNARI LÝSING:
Forstofa: með forstofuskápum og þurrslípuðu gólfi tilbúið fyrir gólfefni.
Eldhús/borðstofa/stofa: eru í opnu rými, innréttingar frá IKEA ásamt spanhellubori, viftu og bakaraofni. Gólf þurrslípað tilbúið fyrir gólfefni.
Svefnherbergi 1#: með fataskápum og þurrslípuðu gólfi tilbúið fyrir gólfefni.
Svefnherbergi 2#: með fataskápum og þurrslípuðu gólfi tilbúið fyrir gólfefni.
Geymsla / svefnherbergi 3#: skráð geymsla á teikningum en hægt að nota sem svefnherbergi.
Þvottahús: góð innrétting með vaski þar sem gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð og flísar á gólfi.  
Baðherbergi: með upphengdu wc, innréttingu með vask og spegli fyrir ofan, handklæðaofni, Walk in sturtu, sturtuhorn flísalagt ásamt klósettkassa og flísar á gólfi.
Garður: suðurgarður sem skilast grófjafnaður.

Kaupandi greiðir skipulagsgjald þegar það verður innheimt 0,3% af brunabótamati.
Allar teikningar liggja fyrir.


Góð staðsetning í nýju hverfi sem er í uppbyggingu í Kambalandi í Hveragerði. Stutt í óspillta náttúru og gönguleiðir.

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila. Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- . Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.