Tryggvabraut 24, 600 Akureyri
30.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
65 m2
30.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1973
Brunabótamat
22.000.000
Fasteignamat
24.950.000

Gimli fasteignasala kynnir: 65,5 fm orlofsíbúð í lyftuhúsi, frábær staðsetning á Oddeyrinni. Íbúðin er 3ja herbergja og fullbúin húsgögnum og sérstaklega útbúin með skíðaiðkendur í huga. Þar sem eignin er skilgreind sem orlofsíbúð fylgir henni ekki geymsla. AFHENDING VIÐ UNDIRRITUN KAUPSAMNINGS. Eignin er skráð frjálsri skráningu, með vsk kvöð. Eigandi skoðar að taka bíl uppí greiðslu söluverðs.

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 659-4044, milli  kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Anddyri/gangur:
fataskápur og snagar.
Eldhús: hluti af alrými, dökk innréttting með liggjandi svartbrúnni viðaráferð, spanhelluborð, innbyggður ofn í vinnuhæð, háfur, innbyggður ísskápur og innbyggð uppþvottavél.
Baðherbergi: Vaskur í innréttingu, vegghengt salerni og "walk in" sturta. 
Stofa/borðstofa: Hluti af alrými með eldhúsi. Útg. á svalir.
Herbergi #1: Tvöfalt rúm, rennihurð.
Herbergi #2: einfalt rúm, rennihurð.
Harðparket er á gólfum nema baðherbergisgólfi sem er flísalagt.
Sameign: Upphitaður, læstur skíðageymsluskápur frá Hubner Schiraumteckhnik, fyrir 4 pör af skíðum og skíðaskóm, staðsettur í sameign, fylgir íbúðinni og þá er rúmgóð sameiginleg verönd á 2. hæð með tveimur heitum pottum, föstum borðum, bekkjum og grillaðstöðu. Íbúðin er innréttaðuð og frágengin í anda ,,New York loft‘‘ íbúða, hönnun sem er í senn hrá en hlýleg. Í húsinu er rúmgóð uppgerð vöruhúsalyfta sem tekur allt að 15 manns. Sameign er með teppaflísum á gólfi og teppi í sama stil á stigum.
 
Sjá nánar á www.tb24.is

Niðurlag: Skemmtileg og fallega innréttuð íbúðin í anda ,,New York loft‘‘ íbúða, hönnun sem er í senn hrá en hlýleg. Frábær staðsetning rétt við miðbæinn. Tilvalið fyrir fyrirtæki, starfsmannafélög eða einstaklinga! Gott ásett verð, aðeins kr. 30,5 millj.

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma milli  kl. 9:00 og 17:00 alla virka daga. 659044, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.