Barðavogur 32, 104 Reykjavík (Vogar)
84.000.000 Kr.
Hæð/ Hæð og kjallari
7 herb.
193 m2
84.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
4
Inngangur
Sér
Byggingaár
1960
Brunabótamat
59.810.000
Fasteignamat
64.800.000

Gimli fasteignasala kynnir: Sérhæð með sérinngangi á 1. hæð og bílskúr í tvíbýlishúsi við Barðavog 32.

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun.

Birt stærð eignar samkv. Þjóðskrá Íslands er 193 fm. Íbúð á 1. hæð 132,7 fm. sérrými í kjallara 32,4 fm. geymsla 5,1 og bílskúr 22,8 fm. Skv. teikningu skiptist eignin í forstofu, gestasnyrtingu, hol, eldhús, 3. herbergi, baðherbergi, sjónvarpsrými/herbergi og rúmgóðar stofur með arni í miðju stofurýminu sem skiptir stofu og borðstofu. Kjallarinn skiptist milli tveggja íbúða ásamt stóru
 sameiginlegu holi sem tengir rýmin saman ásamt gestasnyrtingu undir stiganum. Séreign í kjallara er herbergi, baðherbergi, þvottahús og geymsla. Útigeymsla fyrir hjól og vagna er undir útitröppunum og þar er einnig sér inngangur í kjallarann.
Virkilega góð eign á góðum stað þar sem stutt er í alla þjónustu. 


Nánari upplýsingar veitir Elín Urður Hrafnberg, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]


NÁNARI LÝSING:
Aðalhæð
Forstofa:
með flísum, hurð niður í sameign og hurð inní herb/sjónvarpsrými.  
Gestasnyrting: inn af forstofu með flísum á gólfi.
Hol: með teppi og forstofuskápum.
Eldhús: með upprunalegri innréttingu, nýlegu helluborði, borðkrók, dúk á gólfi og glugga. 
Hjónaherbergi: með harðparketi, skápum og svölum.
Herbergi 2#: með dúk á gólfi og skápum.
Herbergi 3#: með dúk á gólfi.
Stofur: mjög rúmgóðar stofur með fallegri tvöfaldri hurð og arni (búið að setja létta lokun fyrir arininn). Teppi á gólfi og góðar svalir þar sem hægt er að ganga niður á lítinn pall. 
Herbergi/sjónvarpsrými: með teppi og glugga. Það er hurð úr forstofu inn í þetta rými, væri aðveldlega hægt að breyta í forstofuherbergi.
Baðherbergi: með sturtu í baðkari, flísum á gólfi og glugga.
Kjallari:
Sameign: Komið er niður stiga úr forstofu sem er sameign íbúðanna þar er anddyri með flísum og útihurð. Gestasnyrtinginn undir stiga er í sameign. Úr anddyri er komið inn í sameignlegt hol með harðparketi sem tengir rýmin saman. Sér inngangur í kjallara. 
Herbergi: úr holi er komið inní herbergi með glugga og harðparketi á gólfi. 
Baðherbergi: úr herbergi er komið inn í mjög rúmgott baðherbergi með glugga.
Þvottahús: úr holi er komið inn í þvottahús með gluggum. 
Geymsla: úr holi er komið inn í geymslu með hillum.
Bílskúr: með innkeyrsluhurð og glugga. 

Eignin er að miklu leyti upprunaleg að innan, spennandi eign sem býður uppá mikla möguleika.  

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.