Bakkasel 1, 109 Reykjavík
84.900.000 Kr.
Raðhús
7 herb.
233 m2
84.900.000
Stofur
3
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1976
Brunabótamat
76.900.000
Fasteignamat
69.700.000

Gimli fasteignasala kynnir: Bakkasel 1 endaraðhús í Seljahverfi.

Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun. 


Um er að ræða endaraðhús á þremur hæðum með séríbúð í kjallara. Húsið er skráð alls 233,7 fm með innbyggðum bílskúr 26,2 fm. Húsið er klætt að utan, tvennar svalir og afgirtur garður. Í kjallara er 2ja herbergja íbúð með sérinngangi á norðurhlið þar sem einnig eru innkeyrsludyr bílskúrs. Aðalinngangur er á 1. hæð á suðurhlið. Samkvæmt teikningu skiptist húsið á aðalhæð í forstofu, gestasalerni, stórar stofur með útgangi á svalir í norður, eldhús og þvottahús. Tréstigi upp á aðra hæð, tvö barnaherbergi, hjónaherbergi með útgangi á stórar svalir í suður, hol, baðherbergi og geymslu með glugga, innaf geymslu eru súðargeymslur sitthvoru megin. Á jarðhæð er bílskúr og aukaíbúð með nýlegu eldhúsi og nýlegu baðherbergi. 

Nánari upplýsingar veitir Elín Urður Hrafnberg, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Aðalhæð: 
Forstofa: með flísum og tvöföldum skáp. 
Gestasnyrting: innaf forstofu með dúk og glugga. 
Stofa/borðstofa: mjög rúmgóðar, parket á gólfi, útgengt út á svalir.
Eldhús: með eldri innréttingu, parket á gólfi og glugga.
Þvottahús: Innaf eldhúsi, með mjög góðri innréttingu með vaski og þar er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, gluggi og flísar á gólfi. 
Hol: Rúmgott, þaðan er tréstigi milli hæða.
Efri hæð:
Hol:
með parketi og tengir saman öll rými annarrar hæðar.
Hjónaherbergi: með parketi og góðum fataskápum, úr hjónaherbergi er útgengt út á stórar svalir í suður.
Herbergi 2#: með dúk á gólfi og skáp.
Herbergi 3#: með dúk á gólfi. 
Geymsla undir súð#: með parketi á gólfi og þakglugga . Lokuðu geymslurými sitthvoru megin. 
Baðherbergi: er með eldri innréttingu, dúk á gólfi, baðkari og sturtuklefa.
Jarðhæð:
Bílskúr: Heitt og kalt vatn, vaskur og gluggi. 
Aukaíbúð:
Anddyri:
með flísum, skápar á móti anddyri. 
Eldhús/stofa:
eldhús með nýlegri innréttingu og tækjum, harðparket á gólfi. 
Baðherbergi: nýlega gert upp, sturta, wc og vaskur.
Herbergi: með flísum á gólfi
Þvottahús/geymsla: með flísum á gólfi.

Eignin er í barnvænu og rólegu hverfi. Stutt í fallega náttúru, Seljaskóli er rétt hjá og þarf ekki að fara yfir götu, leikskóli er einnig nálægur.
Gott hús með aukaíbúð í kjallara. Kominn tími á viðhaldi á gluggum.

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.