Meðalholt 3, 105 Reykjavík (Austurbær)
47.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
79 m2
47.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1947
Brunabótamat
25.250.000
Fasteignamat
38.850.000

Gimli fasteignasala kynnir: Falleg 3ja herb. íbúð á fyrstu/neðri hæð, í fjórbýli, sem stendur við rólega götu í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er 77,3 fm og samanstendur í dag af tveimur svefnherbergjum, eldhúsi og stofu sem eru samliggjandi og baðherbergi. Í kjallara er 16,7 fm geymsla auk baðherbergis og hefur þetta rými verið nýtt sem útleigueining. Í kjallara er auk þess, í sameign með efri hæðinni, stórt þvottahús með þar sem komið hefur verið fyrir nýlegri eldhúseining og ca 4 fm sameiginleg geymsla.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 691-4252, eða með tölvupósti til [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Anddyri; Gott fatahengi og korkur á gólfi.
Eldhús; Góð viðar innrétting sem nær upp í loft, parket á gólfi.
Stofa; Fallegur horngluggi og parket á gólfi.
Svefnherbergi; Eru tvö, bæði ágætlega rúmgóð með góðum gluggum.
Baðherbergi hæð; Flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu, vegghengt salerni, hvít innrétting og opnanlegur gluggi.
Baðherbergi kjallara; Flísalagt, sturta, handlau og salerni. Opnanlegur gluggi.
Þvottahús; Er er í sameign í kjallara og þar hefur verið sett upp eldhúsinnrétting með öllum tækjum. 
Geymslur; Í kjallara eru tvær geymslur. Önnur er í séreign (16,7 fm) og hin í sameign (ca 9fm) með íbúð á efri hæð. Báðar geymslurnar hafa verið nýttar sem útleigu einingar/herbergi.
Gólf; Á gólfum íbúðarinnar er harðparket, nema á baði og í eldhúsi eru flísar. Í kjallara er harðparket á gólfi stóru geymslunnar og flísar á þvottahúsgólfi og í holi.

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Seljandi hefur ekki búið í eigninni, þar sem hún var í útleigu. Seljandi þekkir ekki eignina umfram það sem fram kemur í opinberum gögnum. Því leggur seljandi ríka áherslu á að sérstakrar árvekni sé gætt við skoðun og úttekt á eigninni og veitir seljandi eða fasteignasali allan nauðsynlegan aðgang til þess. Eignin selst í því ástandi sem hún er í við skoðun.
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.