Hörpugata 9, 102 Reykjavík
157.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
10 herb.
267 m2
157.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1935
Brunabótamat
69.410.000
Fasteignamat
108.900.000

Gimli fasteignasala kynnir: 

Hörpugata 9, Skerjafirði.  Einbýli með aukaíbúð. 

Alls 267,7 fm glæsilegt og mikið endurnýjað einbýlishús á eftirsóttum stað í " litla Skerjafirði" með 
aukaíbúð á jarðhæð og áföstum bílskúr. 
Fjölskylduvænt hús með alls 6 svefnherbergi, þ.a. 1 i aukaíbúð.
Mjög falleg 539 fm lóð með gróðri og hellulögnum. 

NÁNARI LÝSING:

Aðalhæðin: 97 fm. 
Komið inn í mjög rúmgott og bjart hol með miklum skápum úr láréttri/liggjandi eik. 
Innaf holinu er opið rými sem hægt væri að loka og nýta sem herbergi. 
Stigi liggur úr holinu bæði upp í risið og niður á jarðhæð/kjallara. 
Gestasnyrting með innréttingu og fallegum flisum ásamt glugga. 
Eldhúsið er rúmgott og bjart með hvítum/eikar innréttingum og góðri borðaðstöðu. 
Stofurnar eru mjög stórar og bjartar og nýtast þannig að við hlið eldhúss er stór borðstofa og þaðan gengið eitt þrep upp í mjög stóra og bjarta aðalstofu með hurð út á plássmiklar 29 fm. svalir til austurs, suðurs og vesturs.  Heitur pottur er á svölum, skjólveggir og skemmtilegar tröppur niður í fallegan bakgarðinn. 
Gólfefni aðalhæðarinnar er breiðborða eikarparket og er lofthæðin mjög góð. 

Rishæðin: 47,4 fm. f. utan súð. 
Tveir háir kvistir í tvær áttir. 

Fallegur parketlagður bogadreginn stigi upp frá holinu. 
Gangur með góðri lofthæð og bitum í lofti. 
Baðherbergi er mjög sjarmerandi undir súð að hluta,flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtu, handklæðaofn,innrétting og Velux veltigluggar. 
Hjónaherbergið er innst á ganginum, mjög rúmgott og bjart með hvítum fataskápum. 
Við hlið hjónaherbergis er opið herbergi sem auðvelt væri að setja hurð í en nýtist að öðru leyti sem ungbarnaherbergi eða stórt fataherbergi, er með glugga með fallegu útsýni til sjávar. 
Á gangi er rúmgott barnaherbergi með gluggum með útsýni til sjávar.
Gólfefni rishæðar er breiðborða eikarparket. 

Jarðhæð / kjallari:  Alls 94,1 fm. 
Bæði innangengt frá holi miðhæðar og einnig tveir sérinngangar, að framan verður og garðmegin að aftanverðu. 
Inngangur að framanverðu, komið inn í rúmgóða forstofu með flísum, lítil geymsla. 
Eitt mjög rúmgott parketlagt herbergi sem nýtist efri hæð.  Þvottahús sem nýtist efri hæðinni. 
Lokað var á milli yfir í aukaíbúðina en auðvelt væri að opna það aftur. 

Aukaíbúð:  
2ja herbergja stór, björt og vel skipulögð
Sérinngangur bakatil, þ.e. garðmeginn. Hellulögð stétt meðfram húsinu að inngangi. 
Rúmgóð stofa með gluggum á tvo vegu og parketi á gólfi. 
Eldhús með hvítri innréttingu, parket og borðkrókur. 
Smekklegt, flísalagt baðherbergi með innréttingu, baðkari með sturtu, gluggi og tengi fyrir þvottavél. 
Herbergi með parketi

Bílskúrinn er 29,2 fm áfastur húsinu, upphitaður með rennandi vatni. 

Niðurlag:
Um er að ræða mjög sjarmerandi og vel við haldið hús á frábærum stað þar sem stutt er í fallegar gönguleiðir, útivist, miðbæinn og fl.
Núverandi eigendur tóku húsið mjög mikið í gegn árið 2004 og voru meira eða minna allar innréttingar, tæki, gólfefni, rafmagn og fl. endurnýjað á smekklegan og tímalausan hátt. Kjallarinn var endurnýjaður ca. árið 2002. Húsið var málað / sprautað að utan fyrir ca. 2 árum síðan. 
Ath.  Teikningar sem sýndar eru hér með eigninni sýna ekki rétta mynd af skipulagi hússins því árið 2004 þegar húsið var endurnýað voru sumir veggir fjarlægðir, húsið opnað meira og skipulagi breytt. 

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Björn Blöndal Sölu- og markaðsstjóri, í síma milli  kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga. 6900811, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...
Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur. [email protected] 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.