Munaðarhóll 25, 360 Snæfellsbær
Tilboð
Atvinnuhús/ Verslunarhúsnæði
0 herb.
550 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1986
Brunabótamat
103.800.000
Fasteignamat
26.200.000

Gimli fasteignasala s- 570-4800 kynnir í sölu 550 fm verslunar og lagerhúsnæði á 1 hæð á Hellissandi/ Snæfellsbæ.
Húsið býður uppá ýmsa möguleika
T.d. að breyta því og fá samþykkt íbúðir/lítil raðhús sem mikil vöntun er á í Snæfellsbæ.
Er þetta gott tækifæri fyrir byggingafyrirtæki að breyta þessu húsnæði og hagkvæmt vegna þess að húsið er byggt á einni hæð.
Verð húsnæðisins er aðeins um kr. 100.000 á fermeter.
Eru seljendur tilbúnir til þess að taka íbúð hús uppí kaupverð á húsnæðinu.

Hafið samband og fáið sendar teikningar og skoða húsnæðið.
Húsið er steinsteypt og hefur verið í mjög góðu viðhaldi alla tíð en eigendur húsnæðisins byggðu húsið.
Í húsnæðinu hefur verið rekin verslun sem bar nafnið Blómstuvellir og er þekkt um allt Snæfellsnesið og þó viðar væri leitað. 
Húsnæðið er staðsett rétt við þjóðbraut og gefur marga möguleika til nýtingar, t.d. eins og í ferðaþjónustu, atvinnurekstrar alls konar, verslunar og fleira.
Húsnæðið býður uppá þann möguleika að breyta því að innan og hanna þar litlar íbúðareiningar, sem væru hentugar til útleigu bæði til einstaklinga og ferðamanna.
Næg bílastæði eru við húsið og bílskúrshurð inná lagerinn. Allir innveggir sem eru í dag eru léttir og auðvelt að breyta. Verslunin er einn stór salur.
Seljandi myndi skoða það að taka íbúð uppí kaupverð.
Endilega sendið fyrirspurn eða hafið samband ef þið viljið skoða málið, það kostar ekkert.

Nánari upplýsingar veitir Bárður H Tryggvason sölustjóri í síma 8965221, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Niðurlag: Húsnæðið er á einni hæð og mjög hentugt til breytinga. Allt viðhald auðvelt vegna þess að eignin er á einni hæð.
Húsnæðið er til afhendingar
 strax.
Snæfellsnesið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins, þannig að hérna er einstakt tækifæri að kaupa húsnæði á hagstæðu verði.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.