Cuxhavengata 1, 220 Hafnarfjörður
34.900.000 Kr.
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
2 herb.
131 m2
34.900.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2007
Brunabótamat
39.750.000
Fasteignamat
30.400.000

Cuxhavengata 1 er seld.
Frábær 101 fm dótakassi með mikilli lofthæð ásamt 30 fm flottu skrifstofuherbergi með eldhúsi og aðgangi að snyrtingu hagstæðu verði rétt við miðbæinn í Hafnarfirði.

Gimli fasteignasala s-570-4800 kynnir í einkasölu mjög gott iðnaðarhúsnæði á góðum stað í Hafnarfirði. 
Húsnæðið skiptist í 101.5 fm sal sem er með 4 - 4.5 metra lofthæð, góðri lýsingu. Gólfið er málað og húsnæðið er mjög snyrtilegt.
Innst í salnum er snyrting. Engar súlur eru í húsnæðinu.
Stór innkeyrsluhurð er á húsnæðinu, ca. 4 metra há.
Gönguhurð þar við hliðina.
Á efri hæðinni er 29.7 fm skrifstofa með góðu eldhúsi. Aðgangur að góðri snyrtingu á ganginum.
Skrifstofan er nýlega máluð með nýlegu harðparketi og flottu útsýni.
Húsnæðið er til afhendingar strax.
Frábær staðsetning rétt við höfnina í Hafnarfirði.
Hægt er að leigja iðnaðarbilið sér og skrifstofuna sér.

Nánari upplýsingar veitir Bárður H Tryggvason, sölustjóri, í síma 896-5221, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.