Þykkvibær 15, 110 Reykjavík (Árbær)
94.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
6 herb.
196 m2
94.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1969
Brunabótamat
60.610.000
Fasteignamat
77.950.000

EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA

Gimli fasteignasala kynnir:

Fallegt og vel skipulagt 196,9 fm einbýlishús á einni hæð í grónu hverfi við Elliðaárdal. Eignin skiptist í forstofu, stofu með arni, borðstofu, 3-4 svefnherbergi, eldhús með borðkrók, baðherbergi, gestasnyrtingu, þvottahús og skála/vinnustofu ásamt bílskúr sem er 38,8 fm með þriggja fasa rafmagni. Stór gróinn garður með berjarunnum og fallegum trjám og runnum.  Í garðinum er gott verkfærahús og leikkofi fyrir börn. Í hverfinu er bæði grunnskóli og leiksskóli auk þess sem ýmis önnur þjónusta er í göngufæri. Sérlega fjölskylduvæn eign þar sem stutt er í fallega náttúru. 

Nánari upplýsingar veita Guðmunda Björnsdóttir Stackhouse, aðstoðarmaður fasteignasala í síma 792-7576,  [email protected] eða Kristján Gíslason, löggiltur fasteigna- og skipasali, [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Komið er inn í forstofu sem er rúmgóð, með innbyggðu fatahengi og fallegum náttúruflísum á gólfi.
Gestasnyrting: Er inn af forstofu, rúmgóð með fallegum náttúruflísum.
Hol: Úr forstofu er gengið inn í hol, þar eru sérsmíðaðar hillur og fallegar náttúruflísar á gólfi.
Eldhús: Gengið er inn í eldhús úr holi. Þar er hvít (SieMatic) innrétting á tvo vegu, borðkrókur, náttúruflísar á gólfi og opið inn í borðstofu.
Borðstofa og stofa: Borðstofan er samliggjandi stofu sem tengir saman bæði eldhús og hol.  Mjög gott flæði er í þessum rýmum og húsinu öllu. Í stofunni er fallegur arinn.
Sjónvarpshol: Er inn af holi og þaðan er gengið inn á gang með baðherbergi og svefnherbergjum. Gengið er út á hellulagða verönd úr sjónvarpsholinu.
Hjónaherbergi: Er með stórum glugga og fjórföldum fataskáp með rennihurðum. 
Svefnherbergi: Upphaflega voru fjögur svefnherbergi í húsinu en búið er að sameina tvö þeirra en einfalt er að breyta því aftur í fyrra horf. Að auki er skáli/vinnustofa nýtt sem herbergi/skrifstofa.
Baðherbergi: Er rúmgott með ljósum flísum á veggjum og náttúruflísum á gólfi. Baðkar með sturtu, vaskur og salerni.
Þvottahús: Sérinngangur er inn í þvottahúsið til hliðar við aðalinngang og þaðan inn í eldhús. Einnig er innangengt milli bílskúrs og þvottahúss.
Skáli/vinnustofa:  Er 19,4 fm skráð viðbygging sem í dag er nýtt sem skrifstofa. 
Bílskúr: Úr þvottahúsi er innangengt í 38,8 fm bílskúr. Að framan er bæði bílskúrshurð og inngönguhurð, vaskur, heitt og kalt vatn og þriggja fasa rafmagn. Bílaplan er hellulagt og með snjóbræðslu.
Garður:  Garðurinn er fallegur og gróinn á þrjá vegu með tveimur hellulögðum veröndum þar sem njóta má sólar frá morgni til kvölds.  Í garðinum er verkfærahús og fallegur leikkofi fyrir börn. Gengið er út í garð úr sjónvarpsholi og skála.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.