Borgarbraut 32, 805 Selfoss
46.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
184 m2
46.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2006
Brunabótamat
65.200.000
Fasteignamat
39.100.000

Gimli fasteignasala kynnir: 

Borgarbraut 32, á Borg í Grímsnes og Grafningshreppi

***Eignin er seld með fyrivara um fjármögnun***


Fallegt einbýlishús með sambyggðum bílskúr á einstökum útsýnisstað.
Eignin er í heildina 184,2 fm og þar af er bílskúr
 28,5 fm. Húsið sem var byggð árið 2006 er fallegt fimm herbergja kanadískt einingahús. 
Húsið skiptist í forstofu, eldhús/borðstofu/stofu, tvö ca 18 fm herbergi, tvö ca 9 fm herbergi, baðherbergi og þvottahús.
Gólfhiti í öllu húsinu. Loft eru klædd með ljósum viðarþiljum. Nýr pallur með skjólgirðingu og rafmagnspotti. Nýr geymsluskúr ca 15 fm. 

Húsið stendur nokkuð hátt með virkilega fallegu útsýni og er staðsett innst í botnlanga. Áhugaverð eign á góðum stað á Suðurlandi.

Laus við kaupsamning

Nánari upplýsingar veitir Elín Urður Hrafnberg, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, eða [email protected]


NÁNARI LÝSING:
Forstofa:
er flísalögð með góðum skápum.
Eldhús/borðstofa/stofa: eru í opnu rými, útgengt úr stofu út í garð þar sem búið er að grafa fyrir undirstöðum fyrir pall. Eldhús var endurnýjað að hluta 2017. Hvít innrétting með viðarborðplötu og eyju. Harðparket á gólfi. 
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi, sturta, nuddbaðkar, innrétting með vaski, upphengt WC og hurð út á verönd með rafmagnspotti. 
Hjónaherbergi: bjart og mjög rúmgott með góðum skápum og harðparket á gólfi. 
Herbergi #2: bjart og mjög rúmgott með góðum skápum og harðparket á gólfi.
Herbergi #3: með harðparketi.
Herbergi #4: með harðparketi. 
Þvottahús: flísar á gólfi, innrétting með tæki í vinnuhæð, vaskur í innréttingu og gluggi. Innangengt í bílskúr.  
Bílskúr: með máluðu gólfi, geymslulofti, sjálfvirkum hurðaropnara og sér útgönguhurð á hliðinni.


Borg er vaxandi byggðarkjarni þar er fjölþætt þjónusta fyrir heimamenn og ferðamenn, skóli, leikskóli.  Leik og íþróttaaðstaða, félagsheimili, verslun og sundlaug.


Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.