Gaukshólar 2, 111 Reykjavík (Efra Breiðholt)
49.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
108 m2
49.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1973
Brunabótamat
29.000.000
Fasteignamat
37.450.000

*** Eignin er seld og í fjármögnunarferli ***

Gimli
fasteignasala kynnir: Virkilega falleg 3ja herbergja íbúð á 5.hæð í lyftuhúsi ásamt bílskúr í sérstæðri lengju. Íbúðin sjálf er 74,6 fm og skiptist í hol/gang, eldhús með borðkrók, rúmgóða stofu/borðstofu, 2 svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu, geymsla er 5,9 fm og bílskúr 28,4 fm. Samtals 108,9 fm. Ofnar eru nýlegir og er nýbúið að skipta um allt gler og glugga í íbúðinni sem og pússa parket og lakka. Verið er að leggja lokahönd á framkvæmdir sem greiðast af seljanda.

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 659-4044 og/eða Elín Urður Hrafnberg, löggiltur fasteigngasali, í síma 690-2602 alla virka daga milli  kl. 9:00 og 19:00, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected] og/eða [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Gangur/hol: komið er inná gang/hol og er aðkoma þaðan að öllum vistarverum eignarinnar. Í holinu er fataskápur og parket á gólfi.
Eldhús: með fallegri innréttingu með viðaráferð (ölur), helluborð, bakarofn í vinnuhæð og borðkrókur við útsýnisglugga, parket á gólfi. Uppþvottavél og kæliskápur fylgja.
Stofa/borðstofa: aðgengi úr borðkrók og gangi/holi, rúmgóð og með útg. á stórar suðursvalir með útsýni til Bláfjalla og Keilis, parketi á gólfi.
Baðherbergi: hefur allt verið endurnýjað, vegghengt salerni og góð sturta, flísalagt gólf og veggir, vaskur í innréttingu og veggskápur.
Svefnherbergi #1: með skápum og dúk á gólfi.
Svefnherbergi #2: með skáp, dúkur á gólfi.
Parket er gegnheilt kubbaparket, sem var verið að ljúka við að pússa og lakka.
Geymsla: er á jarðhæð (inngangshæð) og með hillum.
Sameign: er snyrtileg, flísar og teppi á gólfum, inngangshurð með rafstrýrðri opnun. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Á íbúðarhæðinni er sameiginlegt þvottahús 4ra íbúða, sameiginleg þvottavél og þurrkari. Húsfélagið á og leigir út 2 íbúð (1 samþykkt, 1 ósamþykkt) í húsinu og standa leigutekjur undir hluta af rekstarkostnaði hússins.
Bílskúr: endabílskúr með gluggum álklæddri bílskúralengju, bílskúrhurðaopnari fylgir. Kalt vatn.


Virkilega góð eign sem vert er að skoða. Mikið endurnýjuð og nýbúið að slípa parketið upp. 
Staðsetning eignarinnar er góð þar sem stutt er í grunnskóla, leikskóla, framhaldsskóla, sundlaug, verslun, þjónustu og útivistarsvæði.


Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.