Vífilsgata 20, 105 Reykjavík (Austurbær)
23.000.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
1 herb.
33 m2
23.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1941
Brunabótamat
11.800.000
Fasteignamat
18.100.000

Gimli fasteignasala kynnir: 

*** Eignin er seld með fyrirvara um fjármögnun***

Fallega endurnýjuð stúdíóíbúð í kjallara í þríbýli. Íbúðin er ósamþykkt, skráð 33,9 fm, þar af er sérgeymsla í sameign 1,4 fm. Eigninni fylgir sameiginlegt þvottaherbergi með tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Nýlegt harðparket er á íbúðinni og flísar á baði. Eignin er vel staðsett í Norðurmýrinni þar sem stutt er í alla þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Elín Urður Hrafnberg, Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma 6902602, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]


NÁNARI LÝSING :
Gengið er niður tröppur á austurhlið hússins þar sem komið er inn á rúmgóðan sameiginlegan gang þaðan sem gengið er inn í íbúðina auk geymslu og þvottaherbergis. 
Forstofa: Af gangi er komið inn í íbúðina þar sem baðherbergi er á hægri hönd og stór fjórfaldur skápur til vinstri.
Baðherbergi: Er strax á hægri hönd, smekklega uppgert með flísum í hólf og gólf, sturtu, innréttingu undir vaski, handklæðaofni og upphengdu salerni.
Eldhús: Er með nýlegri innréttingu, flísalögðum bakvegg, innfelldri uppþvottavél og ísskáp auk bakaraofns. Stór opnanlegur gluggi.
Stofa/herbergi: Er að hluta stúkað af með stórum innbyggðum fataskáp en annars samlyggjandi við eldhúsrými. Fallegur horngluggi er í rýminu.

Vel staðsett og falleg eign sem vert er að skoða.

Íbúðin er skrá ósamþykkt, taka lánakjör banka mið af því og er áhugasömum bent á að kynna sér það.


Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.