Helgafellsland 1, 270 Mosfellsbær
109.000.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
8 herb.
290 m2
109.000.000
Stofur
3
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
1983
Brunabótamat
95.800.000
Fasteignamat
77.050.000

Gimli fasteignasala kynnir: 

FRÁBÆRT ÚTSÝNI OG GÓÐIR TEKJUMÖGULEIKAR!

Afar reisulegt einbýlishús með rúmgóðri 2ja herbergja aukaíbúð á neðri hæð. Húsið er samtals 290,9 fm, þar af er bílskúr 45,3 fm. Stærð lóðar um 858 fm. Á efri hæð er aðalrými hússins sem skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, þvottahús, gestasnyrtingu, svefnherbergisgang með hjónaherbergi og tveimur barnaherbergjum og baðherbergi. Af svefnherbergisgang er gengið niður stiga á neðri hæð þar sem er stórt svefnherbergi með nýlegu harðparketi. Neðri hæð hússins skiptist svo í aukaíbúð með sérinngangi (lítið mál að opna á milli inn í aukaíbúð), bílskúr og kalda geymslu.

FARIÐ HEFUR VERIÐ Í TÖLUVERÐAR ENDURBÆTUR Á EIGNINNI Á UNDANFÖRNUM ÁRUM, M.A. SKIPT UM ÞAK, ÞAKKANT, GLUGGAR OG GLER YFIRFARIÐ (ENDURNÝJAÐ ÞAR SEM ÞURFTI), MÚR VAR LAGFÆRÐUR OG HÚSIÐ MÁLAÐ AÐ UTAN, Þ.M.T. GLUGGAR. AUKAÍBÚÐ VAR ENDURNÝJUÐ FYRIR NOKKRUM ÁRUM. 

Nánari upplýsingar veitir Lilja Hrafnberg, viðskiptafræðingur/löggiltur fasteignasali, í síma 820 6511, milli kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga, tölvupóstur [email protected]

NÁNARI LÝSING

EFRI HÆÐ: 
Forstofa: með flísum á gólfi. 
Eldhús: Rúmgott með borðkrók. Eikarinnrétting, flísar á gólfi og milli skápa. Ofn í vinnuhæð og keramik helluborð. Mjög fallegt útsýni. 
Stofa/borðstofa: Eikarparket á gólfi. Útgengi á suður svalir og frábært útsýni.   
Gestasnyrting: Hvít innrétting með vaski, flísar á gólfi.
Þvottahús: Flísar á gólfi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara og útgengi út á pall og í garð.
Svefnherbergisgangur: Parkedúkur á gólfi, stigi niður í fjórða svefnherbergið.
Hjónaherbergi: Innbyggðir skápar og parketdúkur á gólfi.
Svefnherbergi #2: parketdúkur á gólfi.
Svefnherbergi #3: parketdúkur á gólfi. 
Svefnherbergi #4: Stórt herbergi með nýlegu ljósu harðparketi á gólfi. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Nuddbaðkar, sturta, hvít innrétting með vaski og handklæðaofn.
 
NEÐRI HÆÐ:
Aukaíbúð: Forstofa með flísum á gólfi. Eldhús og stofa liggja saman í rúmgóðu, léttu og björtu rými. Hvít L-laga eldhúsinnrétting og nýlegt ljóst harðparket á gólfi. Rúmgott svefnherbergi með nýlegu ljósu harðparketi á gólfi. Baðherbergi allt nýlega tekið í gegn, gráar 30*60 flísar á gólfi, hvítar 30*60 flísar á veggjum, sturtuklefi, hvít innrétting með vaski. Stór geymsla og sér þvottahús er í íbúðinni, dúkur á gólfi geymslu. 
Bílskúr: Stór bílskúr, heitt og kalt vatn.
Geymsla: köld geymsla undir stiga.

Gimli er ein af elstu starfandi fasteignasölum landsins, stofnuð 1982 og fagnar því fljótlega 40 ára starfsafmæli. Leiðarljós Gimli er heiðarleiki og traust. Gimli, gerir betur...

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.