Bergstaðastræti 13, 101 Reykjavík (Miðbær)
84.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
3 herb.
98 m2
84.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1975
Brunabótamat
32.550.000
Fasteignamat
53.500.000

Gimli fasteignasala kynnir: 

Einstök penthouse íbúð í nýlegu lyftuhúsi á frábærum stað í Þingholtunum. Um er að ræða rúmgóða 98,5 fm. þriggja herb. íbúð með um 60 fm. þaksvölum með mjög fallegu útsýni.  Eignin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, baðherbergi, sér þvottahús, geymslu innan íbúðar og litla geymslu í sameign.
 

Nánari upplýsingar veitir Lilja Hrafnberg viðskiptafr./lögg. fasteignasali, í síma milli  kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga. s.820 6511, [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Forstofa: Góðir innbyggðir skápar úr beyki og flísar á gólfi. Hiti í gólfi.
Stofa/borðstofa: rúmgóð með gólfsíðum gluggum og fallegu eikarparketi
Eldhús: Falleg ljós beyki innrétting, gert ráð fyrir tvöföldum ísskáp. Nýlegur Miele ofn og háfur, innbyggður örbylgjuofn og færanlegur "butler" skápur. Hiti í gólfi. 
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, vegghengt salerni, sturtuhorn úr gleri og nýleg blöndunartæki. Gott skápapláss, innréttingar úr beyki. Hiti í gólfi.
Hjónaherbergi: Gluggar á tvo vegu, fallegt útsýni. Góðir innbyggðir skápar úr beyki og eikarparket á gólfi. 
Svefnherbergi: Góður fataskápur úr beyki og eikarparket á gólfi.
Þvottahús: Sér innan íbúðar. Gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Gott skápapláss og stálvaskur. Flísar á gólfi, gólfhiti. 
Geymsla: Inn af forstofu, flísar á gólfi. Einnig er lítil geymsla í sameign. 

Nánari upplýsingar veitir Lilja Hrafnberg Viðskiptafræðingur/Löggiltur fasteignasali, í síma milli  kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga. 820 6511,  [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.