Háimelur 12, 301 Akranes
61.000.000 Kr.
Parhús/ Parhús á einni hæð
5 herb.
163 m2
61.000.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
2020
Brunabótamat
0
Fasteignamat
38.300.000

Gimli fasteignasala kynnir: Nýtt parhús á einni hæð, með innbyggðum bílskúr, samtals 163,5 fm, í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit. Húsið er timburhús, klætt með álbáru, á steyptri plötu, gólfhiti. Fjögur svefnherbergi, vandaðar innréttingar og mikið útsýni þar sem húsið stendur í útjaðri byggðarkjarnans og gluggar í stofu eru gólfsíðir.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma milli  kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga. 691-4252, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

NÁNARI LÝSING:

Eldhús; Stór vönduð hvít innrétting, eyja með helluborði og borðplata úr akrylsteini. Búið að leggja rafmagn fyrir háf. Bakarofn.
Stofa/borðstofa; Mynda stórt alrými ásamt eldhúsi. Gólfsíðir gluggar á tvo vegu, svalahurð út í garðinn í suður og rennihurð á austur gafli.
Forstofa; Stórir hvítir fataskápar, flísar á gólfi.
Svefnherbergi; Eru fjögur, öll með hvítum skápum og harðparketi á gólfum.
Baðherbergi; Flísalagt í hólf og gólf, hvít vönduð innrétting, vegghengt salerni, "walk in" sturta og baðkar.
Þvottahús; Er á gangi milli íbúðar og bílskúrs. Hvítar innréttingar, innfelldur skolvaskur, skúffur undir innréttingum þannig að vélar verða í vinnuhæð.
Bílskúr; Er mjög rúmgóður 30,5 fm, með geymslu inn í enda. Rafmagnsopnari á bílskúrshurð og einnig er gönguhurð utanfrá að framan. Þá er innangengt úr húsi í bílskúrinn. Slitsterkt epoxy á gólfum.
Þak; Lituð aluzinkbára á þaki og þakkantur með sléttu áli í sama lit. Innfelld lýsing og rafmagnstenglar eru undir þakkanti, sem úr hvímáluðu timbri.
Garður/lóð; Lóðin snýr í austur og suður og er henni skilað grófjafnaðri. 
Bílastæði; Búið er að skipta um jarðveg í bílplani fyrir framan hús.
Lóð; Er skilað grófjafnaðri. Lagnaleið fyrir heitan pott, fyrir sunnan hús.
Gólfefni; Vandað harðparket er á gólfum svefnherbergja og í stofu en flísar á gólfum í þvottahúsi, forstofu og á baðherbergi. Epoxy á bílskúrsgólfi.

ANNAÐ:
Allar innréttingar eru hvítlakkaðar og sérsmiðaðar. Harðparket, gólf og veggflísar frá Álfaborg. Innfelld ledlýsing í loftum, kúplar í herbergjum og þvottahúsi. Útiljós að framanverðu.
Innveggir úr stálstoðum einangraðir með 70 mm steinull, klæddir með tvöfaldri klæðningu spónn/gips. Veggir skilast sparslaðir og hvítmálaðir. Innihurðir eru yfirfelldar hvítar sprautulakkaðar. Gönguhurð inn í bilskúr E-60 eldarvarhurð.
Loft eru klætt með hvítum loftaþiljum að undanskildum bílskúr sem er klæddur með tvöföldu 12mm gipsplötum.
Hitalögn í gólfi lögð í steypta plötu og hitastýring í hverju rými.
Útsogsblásari frá baðherbergi og þvottahúsi er staðsettur í bílskúr.
Gluggar og hurðir: Viðhaldslitlir ál/trégluggar og hurðir klædd með álkápu. Bílskúrshurð, hvít fellihurð frá Byko.
Húsið er tilbúið til afhendingar á byggingastigi 6, fullgert og lóð grófjöfnuð.

Háimelur er í Melahverfi, ört vaxandi byggðarkjarna í Hvalfjarðarsveit, 15 mín. akstur til Akranes og 40 mín. til Reykjavíkur. Sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit er eitt stöndugasta sveitarfélag landsins. Boðið er m.a. uppá gjaldfrían leikskóla, sem er í hverfinu, í 5 klst. á dag, frá klukkan 9-14, fyrir börn frá eins árs aldri. Skólabíll ekur börnum í Heiðarskóla. Þá er 25% afsláttur af fæðiskostnaði í grunnskóla og leikskóla auk þess sem veittur er 60 þús. kr. frístundastyrkur til barna, upp að 18 ára aldri.  Opinber gjöld:
Seljandi greiðir byggingaleyfis- og gatnagerðagjöld, auk tengigjalda fráveitu, inntaksgjöld fyrir heita og kalt vatn og rafmagn.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald sem er 0,3% af brunabótamati.

Niðurlag:
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma milli  kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga. 691-4252, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.