Barðavogur 22, 104 Reykjavík (Vogar)
39.700.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sérinngangi
3 herb.
78 m2
39.700.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1952
Brunabótamat
22.600.000
Fasteignamat
35.750.000

Gimli fasteignasala kynnir: Björt 78,8 fm, 3ja herbergja íbúð í kjallara, með mikla möguleika. Nýjir gluggar og gler, auk þess sem búið er að múra og sparsla veggi. Þá er búið er að kaupa flísar og eldhúsinnréttingu og fylgir það með í kaupunum. Frábært tækifæri fyrir laghentan aðila til þess að setja sitt mark á loka frágang íbúðarinnar.

Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma milli  kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga. 691-4252, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Íbúðin er í kjallara í fallegu þriggja íbúða húsi í rólegri botlanga götu í grónu hverfi. Gengið er inn í íbúðina á vesturhlið hússins, niður nokkrar tröppur.
Íbúðin skiptist í anddyri, hol, baðherbergi, eldhús og þrjú jafn stór rými stofa/svefnherbergi, auk 2,4 fm geymslu undir útidyratröppum, sem er inn í fermetratölu íbúðarinnar og þvottahúsi í sameign.
Búið er að pússa og sparsla alla veggi en eftir er að flota gólf í holi svo hægt sé að leggja gólfefni.
Búið er að kaupa u.þ.b. 70 fm af gráum flísum 30x60cm, sem fylgja með íbúðinni.
Eftir er að klára allan frágang á baðherbergi.
Í eldhúsið er búið að kaupa innréttingu og ísskáp og fylgir hvoru tveggja með í kaupunum.
Búið er að setja nýja glugga í alla íbúðina.
Frábært kauptækifæri fyrir laghentan aðila sem vill gera íbúðina að sinni með lokafrágangi og eigin hönnun.
Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason Löggiltur fasteigna- og skipasali, í síma milli  kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga. 691-4252, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.