Hafnargata 119, 415 Bolungarvík
27.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
4 herb.
154 m2
27.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1992
Brunabótamat
50.820.000
Fasteignamat
16.300.000

Gimli fasteignasala kynnir: 
Steypt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr alls 154,1 fm. Á neðri hæð hússins er forstofa, eldhús, stofa/borðsstofa, geymsla með glugga og útgengi í garð (mögulegt að nýta sem herbergi), gestasnyrting og þvottahús. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Nýbúið er að mála stærstan hluta neðri hæðar og leggja nýtt harðparket á gólf neðri hæðar fyrir utan votrými. Frábært fjölskylduhús með flottu sjávarútsýni. Fasteignamat 2021 verður 18.200.000.

Nánari upplýsingar veita Halla Unnur Helgadóttir, lögg.fasteignasali, í síma  659-4044 eða á tölvupósti til [email protected] eða Elín Urður Hrafnberg, lögg.fasteignasali, í síma 690-2602 eða á tölvupósti til [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Neðri hæð:

Komið er inn í forstofu,  flísar á gólfi, fataskápur og fatahengi.
Inn af forstofu er geymsla með máluðu gólfi, þaðan er útgengt út í garð.
Gengið inn úr forstofu inn á gang/hol.
Úr stofu/borðstofu er útgengt út á hellulagða verönd og út í garði.
Gestasnyrting á neðri hæð er með gráum flísum á gólfi, nýleg innrétting með vaski og nýlegum blöndunartækjum.
Þvottahús með flísum á gólfi, gott hillupláss, vaskur og gott rými fyrir þvottavél og þurrkara. Gluggi í þvottahúsi. 
Eldhúsinnrétting er hvít og grá, rými fyrir uppþvottavél. Bjart eldhús með gluggum á tvo vegu og góðum borðkrók.
Á gangi/holi, eldhúss- og stofu/borðstofugólfi er nýtt harðparket. Rýmin eru einnig nýmáluð

Efri hæð:
Gengið upp stiga upp á efri hæð, þar er gangur. Af gangi er aðgengi að rýmum efri hæðar.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, handklæðaofn, baðkar með sturtu, hvítur skápur og nýl. nnrétting með vaski og nýl. blöndunartæki. Gluggi á baðherbergi.
Þrjú svefnherbergi á hæðinni. Hjónaherbergi með góðu skápaplássi og gluggum á tvo vegu.
Tvö minni svefnherbergi  annað með fataskáp, hitt nýtt sem sjónvarpsherbergi í dag (skápur úr herberginu er staðsettur í geymslu 1.hæðar og hurð er í geymslu. 
Á gólfi gangs og herbergja er korkur.
Bílskúr er með rafmagni og vatni. Hvít flekahurð og fjarstýrður opnari, gólf þar er steypt og málað auk þess sem  þar hefur verið útbúið lítið geymsluloft.
Vatnslagnir nýlega endurnýjaðar að hluta..

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, lögg.fasteignasali, í síma  659-4044 milli  kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected]


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.