Efstasund 52, 104 Reykjavík (Vogar)
88.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
8 herb.
222 m2
88.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1957
Brunabótamat
60.830.000
Fasteignamat
82.750.000
Opið hús: 06. ágúst 2020 kl. 17:00 til 17:45.

Opið hús: Efstasund 52, 104 Reykjavík. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 6. ágúst 2020 milli kl. 17:00 og kl. 17:45.

Gimli fasteignasala kynnir: Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr, samtals 222,4 fm. Í dag eru þrjár útleiguíbúðir í eigninni. Ein íbúð á hvorri hæð, hvor um sig er í dag með þremur svefnherbergjum og þriðja íbúðin er stúdíóíbúð í bílskúrnum. Í bakgarðinum, sem snýr í suður, er mjög stór sólpallur með heitum potti. 

Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason, löggiltur fasteignasali, í síma 691-4252, tölvupóstur [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Efrihæð; 
Gengið inn að framanverðu, upp nokkrar tröppur. Komið er inn í forstofu og hol með flísum. Lítið þvottarými inn af forstofu. Baðherbergi með lítilli innréttingu, vegghengdu salerni, flísalagt í hólf og gólf, sturtuklefi. Eldhús með snyrtilegri dökkri innréttingu og borðkrók, flísar á gólfi. Stór stofa og borðstofa með góðum gluggum, flísar og parket á gólfi. Tvö stór svefnherbergi og eitt minna, parket og flísar á gólfi. Útgengi í garð af svefnherbergisgangi, stór afgirt timburverönd sem snýr í suður með heitum potti. Efri hæðin er 95,9 fm.
Neðri hæð; 
Gengið niður nokkrar tröppur á vesturhlið hússins. Neðri hæð skiptist í flísalagða forstofu, lítið greymslurými, rúmgott baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf og stórt þvottahús og geymslu inn af baðherberginu með máluðu gólfi. Gott eldhús með nýlegri innréttingu, stofu og þremur rúmgóðum svefnherbergjum. Gólf eru parketlögð fyrir utan forstofu, votrými og geymslu. Ekki er full lofthæð á neðri hæðinni sem er 94,5 fm.
Bílskúr; 
Í skúrnum er u.þ.b. 22 fm stúdíóíbúð og 10 fm geymsla. Í íbúðinni er lítil eldhúsinnrétting, baðherbergi með sturtu og glugga og alrými með góðum gluggum sem nýtist sem svefnherbergi og stofa. Parket á gólfi rýmisins og dúkur á baðherbergi.
Fallegt hús sem var endurnýjað að hluta 2007. Góðar tekjur af útleigu þriggja íbúða. Frábær staðsetning í rólegu hverfi. Stór pallur og heitur pottur sunnan við húsið. Húsið hefur verið í útleigu undanfarin ár og seljendur hafa aldrei búið í því. 

Ekki liggja fyrir teikningar af innra skipulagi íbúðanna eins og það er í dag. Bent er á að notkun á sumum rýmum er önnur en getið er um á þeim teikningum sem liggja fyrir. Nánari upplýsingar veitir Kristján Gíslason, löggiltur fasteignasali, í síma 691-4252, tölvupóstur [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð ogð leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.