Snæland 3, 108 Reykjavík (Austurbær)
64.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameiginlegum inngangi.
4 herb.
125 m2
64.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1972
Brunabótamat
40.060.000
Fasteignamat
53.300.000

Gimli fasteignasala kynnir: Mikið endurnýjuð 4ra herbergja endaíbúð auk stúdíóíbúðar í kjallara, skráðar samtals 119,6 fm. Aðalíbúðin er skráð 92,5 fm og er skipulögð þannig: Hol, eldhús með borðkrók, stofa/borðstofa, 3 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Stúdíóíbúðin er skipulögð þannig: eldhús, baðherbergi og alrými. Sérgeymsla í sameign er ekki skráð í heildarfermetrum, hún er ca 5-6 fm. Alls er eignin því ca 125 fm. Fordæmi er fyrir því í húsinu að aðskilja íbúðareiningarnar þ.a. stúdíóíbúðin fái sér númer.

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 659-4044 og/eða Elín Rósa Guðlaugsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 773-7126  milli  kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga eða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected] og/eða [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Aðalíbúð:
Hol: Komið er inn í rúmgott hol með lausum skáp (fylgir).
Eldhús: liggur að holi. Þa er bjart og opið við stofu. Innrétting er hvít með beykiköntum. Borðkrókur við glugga. 
Stofa/borðstofa: er í einu opnu rými, sérlega björtu með glugga að langhlið. Úr stofu er útgengt á stórar svalir sem liggja meðfram eldhúsi, stofu og borðstofu. Útsýni er yfir Fossvogsdal og til Bláfjalla.
Af svefnherbergisgangi er aðkoma að svefnherbergjum, baðherbergi og þvottahúsi.
Hjónaberbergi: er rúmgott, með lausum skáp (fylgir)
Tvö barnaherbergi, laus skápur í öðru (fylgir).
Baðherbergi: er físalagt, bæði gólf og veggir. Vaskur í innréttingu, sturta.
Þvottahús: með innréttingu, flísar á gólfi.
Á öllum gólfum er harðplankaparket. Allt rafmagn er nýlega endurnýjað, endurídregið, nýir rofar og innstungur. Íbúðin, fyrir utan loft, var heilspörsluð fyrir 3 árum. Innihurðir voru pússaðar upp og hvíttaðar. Frárennsli úr eldhúsi endurnýjað. Sólbekkir og gluggar voru pússaðir, sparslaðir og málaðir. 
Aukaíbúð á jarðhæð/kjallara: Íbúðin var öll endurnýjuð fyrir ca 3 árum.
Komið er inn á gang sem aðskilur eldhús og baðherbergi. Á gangi er fataskápur.
Eldhús: með eikarinnréttingu, ísskápur undir borði (fylgir)
Baðherbergi: flísalagt gólf, vegghengt salerni, innrétting með vaski og sturtuklefi.
Alrými: Innaf gangi er bjart alrými (svefnrými/stofa)
Á gólfum í holi, eldhúsi og alrými er harðplankaparket.
Rúmgóð sérgeymsla er í kjallara, óskráð í opinberri fermetratölu eignarinnar. 
Ný brunavarnahurð er að íbúðinni. 

Í samegin er sameiginlegt þvottahús/þurrkherbergi og hjóla/vagnageymsla.

Nýlega fóru fram múrviðgerðir á svölum og voru þær málaðar ásamt því að þakrennur voru endurnýjaðar.  Stigahús er nýlega málað auk þess sem skipt var um teppi og rofa. Dyrasímar í íbúðum hafa verið endurnýjaðir.
Dren var endurnýjað en útlitslegur frágangur eftir undir svölunum.  Stendur til að fara í þakviðgerðir í sumar.

Vel staðsett, björt fjölskylduíbúð með góðu skipulagi. Útsýni og stutt í alla þjónustu.

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 659-4044 og/eða Elín Rósa Guðlaugsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 773-7126  milli  kl. 9:00 og 19:00 alla virka daga íeða sendu fyrirspurn með tölvupósti til [email protected] og/eða [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.500,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.