Holtsvegur 27, 210 Garðabær
55.500.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
3 herb.
98 m2
55.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
2018
Brunabótamat
0
Fasteignamat
42.200.000

Gimli fasteignasala kynnir: 3ja herbergja íbúð á þriðju hæð með glæsilegu útsýni. Íbúðin skiptist í anddyri, tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús og samliggjandi stofu/borðstofu. Í sameignarrými á jarðhæð er rúmgóð sérgeymsla og enn fremur stæði í lokaðri bílageymslu. Rafræn opnun á aðalanddyri og myndavéladyrasími. Íbúðin er ný og er fullbúin með gólfefnum. Afhending við kaupsamning.

Urriðaholt er fyrsta hverfið á Íslandi til að fá vist­vottun skipulags (BREEAM Communi­ties) sem ætlað er að tryggja lífsgæði og umhverfis­vernd með vist­vænu skipu­lagi byggðar­innar. Sjálfbærar ofanvatnslausir tryggja hring­rás vatns­ins í hverfinu svo lífríkið í kring raskist ekki og haldi áfram að dafna. Þessar lausnir eru þær fyrstu sinnar teg­undar í íbúa­byggð á landinu. Allt skipu­lag byggð­ar­innar í Urriða­holti miðar að því að gera dag­legt líf íbúanna ánægju­ríkt og auðvelt þar sem nátt­úrunni er veitt tækifæri á að njóta sín, bæði á lóðum og í almenn­ings­rými. Opin svæði inni í hverf­inu eru skipu­lögð með úti­veru og tóm­stundir í huga. (Sjá ítarlegri upplýsingar á www.urridaholt.is)

Bókið skoðun: Halla, löggiltur fasteignasali, í síma 6594044, tölvupóstur [email protected] og/eða Elín Rósa, aðstm.fasteignasala, í síma 773-7126, tölvupóstur [email protected]

NÁNARI LÝSING:
Forstofa: flísalagt gólf og rúmgóðir fataskápar, 
Baðherbergi flísalagt, vaskur í innnréttingu, góð sturta, skápur f. þvottavél/þurrkara.
Hjónaherbergi; stórir skápar, skemmtilegur útskotsgluggi.
Herbergi #2: bjart, tvöfaldur skápur..
Eldhús m/ fallegri innréttingu og vönduðum eldunartækjum (AEG), fallegar "subway" flísar á vegg. Eldhúsið er opið að borðstofu. Framhlið á uppþvottavél til innbyggingar fylgir.
Stofa/borðstofa; samliggjandi og sérlega björt og rúmgóð, utangengt út á stórar og skjólsælar útsýnissvalir. 
Geymsla; mjög stór sérgeymsla á jarðhæð
Sér stæði; í lokaðri bílageymslu, aðeins fyrir 6 bíla.
Sameign: hjóla-/vagnageymsla, við inngang.
Húsið er hannað með það í huga að allar íbúðir njóta útsýnis. Það er klætt að utan með álklæðningu og ál/tré gluggum þannig að það er viðhaldslétt. Þetta er falleg íbúð með frábæru útsýni yfir Urriðaholtsvatnið til suðurs og vesturs. 

Um er að ræða bjarta og fallega nýja útsýnisíbúð , eftirsótt staðsetning í Urriðaholti í Garðabæ. Stutt í verslun þjónustu og óspilta náttúruna.Efst á Háholti Urriða­holts er gert ráð fyrir bland­aðri byggð íbúða og þjónustu; versl­unum, heilsu­gæslu, skólum og íþrótta­mannvirkjum. Byggingaraðili var Nesnúpur ehf.

Nánari upplýsingar veitir Halla Unnur Helgadóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6594044, tölvupóstur [email protected]/eða Elín Rósa, aðstm.fasteignasala, í síma 773-7126, tölvupóstur [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.000,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.