Gimli og Inga Reynis kynna fallega, talsvert endurnýjaða 2 ja herbergja íbúð með sérinngangi í kjallara í reisulegu fjórbýlishúsi.
Góð staðsetning í Hlíðunum í rólegri götu. Fallegur sameiginlegur garður. Stutt í leikskóla og skóla, verslun og ýmsa afþreyingu.
Frábær eign fyrir fyrstu kaupendur, laus við kaupsamning.
Eignin er skráð samkvæmt Þjóðskrá Íslands 55,3 fm.
Nánar um íbúðina:
Andyri er með nýlegum flísum. Forstofa er með harðparketi og fatahengi
Stofa er rúmgóð og björt með harðparket á gólfi.
Eldhús er með innréttingu sem hefur verið endurnýjuð að hluta árið 2019 með hvítum Ikea neðri skápum en efri skápar eru upprunalegir.
Baðherbergi var endurnýjað árið 2022 með flísalagri sturtu, upphengdu klósetti og flísum á gólfi
Svefnherbergi er rúmgott með skápum og harðparket á gólfi.
Sameiginlegt þvottahús á jarðhæð og er innangengt frá forstofu.
Köld geymsla er undir tröppum.
Nýlegt harðparket frá Húsasmiðjunni er á gólfum og nýr flísalagður sturtuklefi ásamt upphengdu salerni er á baði.
Eldhúsinnrétting hefur einnig verið endurnýjuð að hluta þ.e. efri skápar eru upprunalegir.
Nánar um húsið:
Húsið var byggt árið 1957 og lítur nokkuð vel út.
Dren- og skolplagnir voru endurnýjaðar árið 2022 og aðal-rafmagnstafla í sameign var endurnýjuð árið 2019.
Hitagrind yfirfarin og endurnýjuð að hluta árið 2022.
Nýtt þak 2025
Skipt var um alla glugga nema í eldhúsinu (ekki þörf á því ) 2025
Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á rólegum stað þar sem stutt er í miðborgina.
Nánari upplýsingar veitir: Inga Reynis löggiltur fasteignasali í síma 820-1903 eða á inga@gimli.is eða gimli@gimli.is