Deildarás 2, 110 Reykjavík (Árbær)
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
5 herb.
169 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1944
Brunabótamat
48.630.000
Fasteignamat
59.850.000

Gimli fasteignasala kynnir: 
Virðulegt og vel staðsett 130,6 m² timburhús auk 38,8 m² bílskúrs, rétt við Sundlaug Árbæjar og Fylkisvöllinn. Húsið er á tveimur hæðum og stendur á 1.097 m² mjög fallega gróinni lóð. Á neðri hæð er stofa, baðherbergi, eldhús og borðstofa, þaðan sem gengt er út á stóran pall. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi auk sjónvarpshols. Húsið stendur á mjög stórri lóð á horni Fylkisvegar og Hraunás. Garðurinn snýr í suður og vestur og hefur verið í góðri umhirðu síðustu ár. Húsið er byggt 1944. Nánari upplýsingar veitir Halla, löggiltur fasteignasali, [email protected], gsm: 659-4044

Nánari lýsing:
Aðalinngangur er á austurhlið hússins. Komið er beint inn í opið rými/stofu þaðan sem gengið er inn í borðstofu og eldhús. Á hægri hönd við inngang er fataskápur og lagnainntök. Á neðri hæðinni er svartur náttúrusteinn á öllum gólfum.
Borðstofan er samliggjandi eldhúsinu. Borðstofan nær út í bíslag, sem er á vestur hliðinni og þar er gengt út á mjög stóran pall sem umlykur suður- og vestur hlið hússins.
Eldhúsið er rúmgott með stórri innréttingu, góðum gluggum og bíslagi.
Úr opna rýminu er gengið inn í baðherbergið en þar er baðinnrétting með einum vask, gólfstandandi salerni og nuddbaðkar. Þá er handklæðaofn á vegg og tenglar fyrir þvottavél og þurrkara í skápaeiningu.
Í horni opna rýmisins er gengið upp hringstiga á efri hæðina, sem er undir súð og er gólfflötur því stærri en skráðir fermetrar segja til um. Þar eru þrjú svefnherbergi og sjónvarpshol, sem auðveldlega er hægt að útbúa sem fjórða svefnherbergið. Viðarparket er á allri efri hæðinni. Frístandandi fataskápar eru í öllum svefnherbergjum.
Bílskúrinn er einnig úr timbri og þarfnast aðhlynningar, en hann er byggður 1956  
Nýtingarhlutfall lóðar er eingöngu 0,16 og býður það upp á ýmsa möguleika þar sem nýtingarhlutfall lóða í nágrenninu er á bilinu 0,46 til 0,52

Nánari upplýsingar veitir Halla, löggiltur fasteignasali, [email protected], gsm: 659-4044

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.000,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.