Skógarhjalli 2, 200 Kópavogur
99.800.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús með aukaíbúð
8 herb.
250 m2
99.800.000
Stofur
2
Svefnherbergi
6
Baðherbergi
4
Inngangur
Sér
Byggingaár
1990
Brunabótamat
66.550.000
Fasteignamat
94.650.000

SKÓGARHJALLI 2 KÓPAVOGI - TVEGGJA ÍBÚÐA HÚS.
EINBÝLISHÚS MEÐ NÝSTANDSETTRI TVEGGJA HERBERGJA AUKAÍBÚÐ.

Gimli fasteignasala s- 570-4800, kynnir í einkasölu fallegt 250 fm einbýlishús á 2 hæðum og innbyggðum bílskúr, tveggja herbergja 34.5 fm aukaíbúð er á neðri hæð með sérinngangi.  Tveggja íbúða hús.


Húsið er byggt 1990 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu nær alla tíð og fengið gott viðhald að utan sem innan. 
Góð hellulögð bílastæði með hitalögn. Fallegur og vel gróinn garður með góðum timburpalli með heitum potti. 


NÁNARI LÝSING:
Efri hæð. 
Forstofa flísalögð með skáp. Innangegnt í bílskúr.
Eldhús með vandaðri innréttingu og borðkrók. Flísar á gólfi.
Stofa og borðstofa eru sérlega bjartar með útgengi út á flísalagðar góðar svalir í suðaustur.
Herbergi með góðu svefnlofti, stigi upp. 
Gestasnyrting flísalögð með upphegndu klósetti og skáp.
Loftin eru upptekin í stofum og eldhúsi og lýsing innbyggð. 
Stigin niður á neðri hæð er steyptur og parketlagður.
Neðri hæð.
Svefnherbergin eru 4 með skápum í þeim öllum.
Baðherbergi sem allt hefur verið endurnýjað með innréttingu og stórum sturtuklefa. Gluggi á baði.
Þvottahús er rúmgott og með stórri innréttingu.
Forstofa er í neðri hæðina flísalögð úr garði.
Massift parket á flestum gólfum.

Aukaíbúð sem öll er nýlega standsett á vandaðan hátt.
Hún skiptist í eldhús með nýrri innréttingu og tækjum og stofu sem mynda eitt sameiginlegt rými. 
Eitt svefnherbergi. Baðherbergi flísalagt að hluta, með sturtu og tengi fyrir þvottavél. Harðparket er á gólfum í litlu íbúðinni.
Sérinngangur er í hana baka til og hellulögð verönd fyrir framan hana.  Gengið er í hana niður stíg niður með bílskúr.

Bílskúr með góðri lofthæð og auka milliloft að hluta til yfir honum. Innangengt er í hann úr forstofu.
Útgengi út í garð af neðri hæð á góðan sólpall með heitum potti.
Garðurinn er með fallegum og háum trjám sem einangra húsið frá götunni.
Húsið er skráð 216.1 fm, þar af er bílskúrinn skráður 34.7 fm, aukaíbúðin er undir bílskúrnum og er 34.7 fm.
Niðurlag:
Virkilega fallegt og fallegt hús með aukaíbúð á frábærum stað miðsvæðis á Reykjavíkursvæðinu.
Stutt í skóla, verslun og alla þjónustu.
Skv. Fasteignamati ríkisins er húsið skráð 216. fm en aukaíbúðin á neðri hæð er ekki skráð inn og er hún um 34,7 fm og er merkt á upprunalegum teikningum sem skýli.

Nánari upplýsingar veita Bárður H Tryggvason sölustjóri í s-896-5221 eða í  [email protected] eða Halla Unnur Helgadóttir lögg. fss. í [email protected]
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Gimli fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand eigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf er á. 
Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.000,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á. 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.