Frostafold 14, 112 Reykjavík (Grafarvogur)
42.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með lyftu
4 herb.
111 m2
42.900.000
Stofur
1
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1987
Brunabótamat
31.900.000
Fasteignamat
38.600.000

LYFTUHÚS - FALLEGT ÚTSÝNI - LAUS STRAX

Um er að ræða  bjarta og vel skipulagða 4ra herbergja íbúð á 5. hæð með gluggum á þrjá vegu og yfirbyggðum svölum til austurs  með góðu útsýni. 

NÁNARI LÝSING ÍBÚÐAR:

Forstofa með góðum fataskáp. Gott hol (sjónvarpshol). Eldhús er með ljósri innréttingu og límtrés borðplötum og korkdúk á gólfi, góður borðkrókur með glugga.  Þvottahús og búr eru inn af eldhúsi með hillum og korkdúk á gólfi, gluggi með opnanlegu fagi. Stofan er rúmgóð og björt og þaðan er útgengt út á yfirbyggðar svalir. Gegnheilt eikarparket er á gólfum í forstofu og holi, gangi og stofu. Hjónaherbergi er með innbyggðum fataskáp og dúk á gólfi. Tvö  barnaherbergi eru með dúk á gólfi. Baðherbergi er með fallegri innréttingu, snyrtiborði og góðu skápaplássi. Sturta er á baðherbergi og hægt að koma fyrir baðkari. Sérgeymsla er á jarðhæð ásamt hjóla og vagnageymslu. Sameiginlegt herbergi er á jarðhæð sem er nýtt sem líkamsræktaraðstaða fyrir húseigendur. Sameignin er öll hin snyrtilegasta og í góðu ástandi.

Íbúðinni tilheyrir hlutdeild í húsvarðaríbúð á 1.hæð.

Eignin er á 5. hæð með góðu útsýni, á góðum og eftirsóttum stað í Grafarvogi þaðan sem stutt er í verslun og þjónustu, íþróttarhús, skóla og dagheimili.

Eignin er til afhendingar við kaupsamning.

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU S. 570-4800 EÐA HJÁ ELLERT S. 661-1121 [email protected] 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.