Smiðjugata 11a, 400 Ísafjörður
22.500.000 Kr.
Raðhús
8 herb.
165 m2
22.500.000
Stofur
2
Svefnherbergi
3
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
1911
Brunabótamat
39.680.000
Fasteignamat
13.800.000

Gimli fasteignasala kynnir í einkasölu reisulegt raðhús við Smiðjugötu 11a, einstaklega vel staðsett í hjarta Ísafjarðarbæjar. Allar nánari upplýsingar veitir Halla, fasteignasali, [email protected], gsm: 659-4044

NÁNARI LÝSING:
Neðri hæð:
Forstofa
: innfellt fatahengi á gangi og lítill geymsluskápur. Úr forstofu er gengið upp á aðra hæð hússins.
Gestasnyrting/þvottahús: dúkur á gólfi og veggjum, stór gluggi.
Stofa: dúkur á gólfi, aðliggjandi við borðstofu.
Borðstofa: milli eldhúss og stofu. P-parket á gólfi,.
Eldhús: dúkur á gólfi. U-laga innrétting, gott borð-/vinnupláss. Nýleg eldavél með ofni. Gluggi.
Efri hæð:
Þrjú herbergi
: innangent milli tveggja (auðvelt að loka), öll ágætlega rúmgóð. 
Baðherbergi: baðkar með sturtu, vaskur í innréttingu. Dúkur á gólfi og veggir panelklæddir að hluta, gluggi. 
Kjallari: sérinngangur undir útitröppum, býður upp á mikla möguleika, t.d. að útbúa sér íbúð. Hann skiptist í fjögur rými, þar af hafa verið innréttuð/klædd tvö herbergi, en að öðru leyti er hann ófrágenginn. Mjög góð lofthæð.
Risloft: yfir efri hæð, manngengt en óeinangrað, ágætt aðgengi úr stiga af palli á efri hæð.
Skúr: sérstæður og óeinangraður en með rafmagni.

Sjarmerandi hús í hjarta Ísafjarðar þar sem stutt er í alla þjónustu.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.Við bendum væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef svo ber undir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.000,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - sjá gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu samkv. samningi/kauptilboð.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.