Vallholt 41, 800 Selfoss
47.500.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á einni hæð
5 herb.
180 m2
47.500.000
Stofur
1
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1972
Brunabótamat
46.200.000
Fasteignamat
34.500.000

Gimli fasteignasala kynnir,

Snyrtilegt og vel viðhaldið steinsteypt einbýlishús með sérbyggðum stórum bílskúr teiknað af Kjartani Sveinssyni. Húsið er í grónu hverfi á Selfossi þar sem er stutt í alla þjónustu. Húsið er 134,4m2 að stærð og er sérbyggður bílskúr 46,4m2, samtals 180,8m2. Að innan skiptist húsið í forstofu, hol, 4 svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús og gert er ráð fyrir gestasnyrtingu inn af forstofu. Búið er að endurnýja ofnalagnir. 

Komið er inn í rúmgott anddyri, inn af anddyri er fataherbergi sem er skv. teikningu gestasalerni. Úr forstofu er komið inn í stofu og borðstofu. Eldhús með góðri innréttingu og borðkrók. Þvottahús inn af borðkrók og búr inn af þvottahúsi. Útgent út í garð og bílskúr úr þvottahúsi.  Herbergisgangur inn í herbergin og baðherbergið sem hefur verið endurnýjað. Bílskúrinn er mjög rúmgóður. 

Allar nánari upplýsingar veitir: Elín Urður, aðstm., [email protected], gsm: 690-2602

Nánari lýsing: 
Forstofa: Með flísum á gólfi og fataskáp og loftaþiljum.
Fataherbergi/gestasnyrting: á hægri hönd úr forstofu er skv. teikningu gestasnyrting sem nýtt er í dag sem fataherbergi. Allar lagnir eru til staðar og auðvelt að útbúa gestasnyrtingu, flísar á gólfi og gluggi.   
Hol/miðrými: með parketi á gólfi.
Stofa/borðstofa: Með parketi á gólfi og gluggum á tvo vegu og loftaþiljum.
Eldhús:  Stór upprunaleg innrétting sem er vel með farin, góður borðkrókur og loftaþiljur.
Þvottahús: Inn af eldhúsi. Málað gólf, vaskur, útgengt út í garð, búr/geymsla inn af þvottahúsi með hillum.
Hjónaherbergi:  Harðparket á gólfi og góðir skápar og loftaþiljur. 
Herbergi 2#: Dúkur á gólfi, tvöfaldur skápur og loftaþiljur.
Herbergi 3#: Dúkur á gólfi, tvöfaldur skápur og loftaþiljur. 
Herbergi 4#: Dúkur á gólfi og tvöfaldur skápur. 
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum, efri skápar með spegli og ljósum, vaskur í góðri innréttingu, baðkar, sturtuklefi og hiti í gólfi.
Bílskúr:  Stór og snyrtilegur bílskúr, stórir gluggar,  gönguhurð og sjálfvirkur opnari. Búið er að stúka af litla geymslu inn í bílskúrnum. Bílskúrinn er samtengdur við annan bílskúr. 
Garður: Stór og snyrtilegur garður, hellulagt frá húsi að bílskúr. Lítill kofi á lóðinni. Framan við húsið er steyptur pallur með skjólgirðingu og hellulagt. Bílaplan er steypt. 

Vel skipulagt einbýlishús í grónni og fallegri götu. 
 Elín Urður, aðstm., [email protected], gsm: 690-2602 eða Halla, fasteignasali, [email protected], gsm: 659-4044


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af fasteignamati (eða 0,4% við fyrstu-kaup kaupanda) eða 1.6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald af hverju skjali kr. 2.000,-
3. Lántökugjald lánastofnunar - sjá gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu samkv. samningi

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.