Grettisgata 86, Reykjavík

27.900.000 Kr.Fjölbýlishús
64,2 m2
2 herbergja
Sameiginlegur
Herbergi 2
Stofur 1
Baðherbergi 1
Svefnherbergi 1
Ásett verð 27.900.000 Kr.
Fasteignamat 29.800.000 Kr.
Brunabótamat 15.300.000 Kr.
Byggingarár 1942

Lýsing


OPIÐ HÚS MIÐVIKUDAGINN 4.APRÍL MILLI KL.17.00-17.30
Fasteignasalan Gimli sími 570-4800  kynnir : Falleg og mikið endurnýjuð 2ja herb íbúð á fjórðu hæð í góðu steinhúsi í miðborginni. Íbúðin snýr að rólegum bakgarði, frábær staðsetning. Eignin getur verið laus við kaupsamning.  Húsið lítur vel út og hefur hlotið gott viðhald.

Flísalögð forsofa með góðum fataskápum. Eldhús með fallegri hvítri innréttingu sem var endurnýjuð fyrir fáeinum árum síðan. Innaf eldhúsi er rúmgóð súðgeymsla. Eitt svefnherbergi er í íbúðinni og er nýlegur þakgluggi á því. Baðherbergið er með flísalögðu gólfi, sturtu og skápum. Gengt er út á sameiginlegar svalir úr baðherbergi.  Stofan er parketlögð og með glugga er snýr að bakgarði. Sér geymsla er á hæðinni.

Húsið var steypuviðgert 2013 og sett ný handrið á svalir og svalir flotaðar. Aðal frárennslislögnin undir húsinu var fóðruð þá. Einnig hefur sameignin verið tekin í gegn, teppalögð máluð og eldvarnarhurð sett í íbúð og skipt um aðal útihurð. Stigagangur er sérlega bjartur og snyrtilegur.  Einnig var þak málað fyrir nokkrum árum og settar nýjar rennur og niðurföll. Tveir þakgluggar eru á íbúðinni og hafa þeir verið endurnýjaðir. Búið er að skipta um eldhúsinnréttingu og klæða veggi í eldhúsi og svefnherbergi.Sturtu botn var hlaðinn upp og flísalagður fyri nokkrum árum síðan. Einnig hafa rafmagnstöflur verið endurnýjaðar.
Í garði er sameiginleg verönd með húsgögnum og grilli.

Snyrtileg og falleg íbúð vel staðsett í miðborginni.
.

Allar upplýsingar og bókun á skoðun á skrifstofu sími 570 4800 eða Sigþór Bragason lögg.fasteignasali S: 899 9787 [email protected]   Ellert lögg.fasteignasali S: 661-1121

Kort


Sölumaður

Sigþór BragasonLöggi. Fasteignasali
Netfang: [email protected]
Sími: 899-9787
Senda fyrirspurn vegna

Grettisgata 86


CAPTCHA code